Kærasti

Stundum kemur það fyrir að mig langar í kærasta sem ég get kúrað hjá, spjallað við um allt milli himins og jarðar, haldið í höndina á, farið í bíó eða í leikhús með og bara virkilega notið þess að vera með viðkomandi.
En síðan fer maður að huxa... til hvers að sætta sig við bara einn þegar maður getur fengið miklu fleiri??

Þess utan þá eiga allir æðislegu, tilfinningaríku, skilningsríku mennirnir kærasta nú þegar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Eiga þessi 15 ára ummæli en við í dag?

Kveðja
ComputerSaysNo

Prinsessan sagði…
Á vissan hátt já. Þótt ótrúlegt sé!!

Núna er líka poly að ryðja sér mikið til rúms og sífellt fleiri í kringum mig koma út úr poly-skápnum. Kannski er það bara græðgi? En hver er ég að dæma.
Nafnlaus sagði…
Sambönd eiga oft erfiða tíma og staðna þannig að Poly er kannski formið sem hentar.

Er ekki talað um að sambönd súrni hratt um og eftir 7 árin. Væntanlega er hægt að lengja í nýjabruminu með Poly samböndum eða bara opnum samböndum.

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Er ekki talað um 7 ár, 11 ár og 13 ár?

Við opnuðum okkar samband held ég eftir 6 ár og það hitnaði aldeilis í glóðunum við það. Svo lognaðist það útaf á 14. ári.

Sambönd eru vinna, og ég held að fólk gleymi sér við hversdaginn og vinni ekki vinnuna. Eins og gaurinn sem er alltaf að fara að stunda ræktina en kemur sér aldrei í það, á sama tíma verður formið verra og verra.
Allt sem fær athygli vex og dafnar, þannig að vinnan við að viðhalda sambandinu ætti að skila sér.
Nafnlaus sagði…
Eru þá prímtölur hættulegar samböndum 🥸.

En já... sambönd eru vinna en einnig spurning í hvaða átt fólk þroskast.

Ég t.d. færðist fjær vanilla kynlífi meðan hún er enn þar. Lítið sem vinna hefur áhrif á slíkt.

Kveðja
ComputerSaysNo
Nafnlaus sagði…
Ein spurning varðandi opin sambönd. Halla þau ekki alltaf á annan aðilann. T.d. hefði ég haldið að kvk ætti alltaf mun auðveldara með að finna sér leikfélaga en kk. Gott dæmi um þetta er t.d. hlutfall kvk vs kk á einkamál. Lítið mál fyrir kvk að finna félag þar.

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Á sama tíma upplifi ég þetta þver öfugt í senunni, virkir kk dommar eru mun færri en virkir kvk subbar. Eða kannski upplifi ég það bara þannig.

Mögulega hallar yfirleitt meira á annana aðilann. Maður hefur samt heyrt dæmi þar sem kk fær nóg að gera á meðan kvk situr heima. Þetta er allskonar, ætli það sé ekki vinna eins og allt annað, að finna sér félaga utan sambandsins.
Nafnlaus sagði…
Já... ætli þetta sé ekki að maður uppsker það sem maður sáir. Það gildir væntanlega fyrir allar tegundir sambanda eða hvað annað... semsegir mér að ég er ekki efni í bónda fyrst uppskera mín er svona rýr.

Varðandi virka domma og virka subba er ég ekki nægilega fróður til að segja til um það Held að þú sért mun fróðari þar en ég komi nokkurntíman til að vera.

Fer núna að skoða aðra gamla færslu hjá þér 😇

Vinsælar færslur