Skuldbindingalaust kynlíf

Er það til?

Hef mikið verið að velta þessu fyrir mér.
Núna hef ég verið að hitta fimm menn með mis löngu millibili og eiga með þeim skemmtilega tíma. En í þessu er óneitanlega skuldbinding...
Þegar fólk er búið að hittast oftar en tvisvar er það þegar farið að mynda samband. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Og fylgja ekki öllum samböndum viss skuldbinding?
Með þessum mönnum fylgir loforð um gott kynlíf svo þeir eru í raun að skuldbinda sig til þess að standa undir þessu loforði.

Annars þá er meira að segja lélegt kynlíf gott...

En kannski er ég bara asnaleg að finnast þetta.

Ég verð samt að segja eins og er að ég hef engann áhuga á gjörsamlega innihaldslausu kynlífi. Til að komast í nærbuxurnar mínar þurfa menn að hafa eitthvað meira til brunns að bera en loforð um gott kynlíf. Þeir verða að vera skemmtilegir, áhugaverðir og vinir mínir.
Samskipti samskipti samskipti.
Þoli ekki karlmenn sem geta bara talað um eigin greddu og hvernig sé best að svala henni í/með mér. Það er virkilega fráhryndandi.

---

Fór í skemmtilegan BDSM leik í gær... Ætla að skrifa sögu um það.
Hún kemur hér á eftir. Nefnist Rólan.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Algerlega sammála þér í þessu. Þó að maður sé í kynlífssambandi með einhverjum er ekki þar með sagt að maður kasti á glæ öllum vonum um virðingu og væntumþykju. Skuldbindingalaust samband er samt samband með tilfinningum, hvort sem tilfinningin er gredda, þrá eða ást og meira til. Finnst karlmenn ekki alveg grípa þetta til fulls. Halda að maður starfi sem brundtunna þeim til ánægju og vilji enga ánægju sjálfur.
Hafa karlmenn kannski engan metnað fyrir kynlífi eins og við stelpurnar?
Nafnlaus sagði…
Hér er nú gamall pistill og gömul ummæli sem mig langar að svara.

Ég held að almennt séð þá hafi karlmenn fullan áhuga að vera frábærir í rúminu og tala nú ekki að vera frábærir í sömu iðju þó það sé ekki endilega í rúminu. Það að fullnægja maka/rúmfélaga er stór hluti af ánægjunni og partur af sjálfsörygginu að vera kynvera.

Varðandi metnað þá er það væntanlega einstaklingsbundið hvort aðilar gefa meira af sér en þyggja. Fyrir mína parta er lítil ánlgja að hafa ófullnægðan rúmfélaga sér við hlið og velta sér á hliðina og dæsa að þessar 3 mínutur voru æði.

Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur