Sælla er að þyggja en gefa

Sumir segja að subbar megi bara eiga einn dom á meðan dommar megi hafa marga subba.
Ég er þessu mjög ósammála og finnst að það eigi jafnt að ganga yfir alla. Annars skiptir auðvitað mestu að allir séu sáttir, hvernig sem það er.

Ég var að leika við ákveðinn sadomasokista í dag. Ég var að domma hann og fékk til mín áhorfanda. Það var gaman, en það var ógeðslega erfitt. Finnst persónulega miklu auðveldara að þyggja höggin heldur en að gefa þau... Þarna snýst máltækið við: Sælla er að gefa en þyggja.
Líkamlega er ekkert erfitt að pína aðra manneskju, en andlega er það hræðilegt. Tekur virkilega mikið á og á ekki að eiga sér stað eftir erfiðann vinnudag. Svo fyrir mig á það eftir að taka smá tíma að jafna sig.

---

Ég er að vinna í því að gera hreint fyrir mínum dyrum og verð því að viðurkenna að ég á við andlegt vandamál að stríða. Ég er sjúklega afbrýðisöm. Ég má varla heyra til þess að bólfélagar mínir séu að spá í öðrum konum og þá hellist yfir mig þessi svíðandi tilfinning. Ég vil hafa alla út af fyrir mig og eiga athyglina ein!!
Aftur á móti þá segir það sér sjálft að það gengur ekki, svo oft verður til hörku rifrildi í hausnum á mér. Skynsemin gegn afbrýðiseminni. Sem betur fer læt ég skynsemina ráða og reyni að kyngja afbrýðiseminni.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég þekki þetta alltof vel. Hef oft þurft að skakka rifrildin sem eru farin af stað í hausnum á mér.

Vinsælar færslur