Það eiga allir börn!

Ég skil þetta ekki.
Það er allt í lagi að æfa sig að búa til börn en þarf maður að vera að hrúga þeim út um allt??

Hef verið að skoða karlaúrvalið svolítið í gegnum tíðina og svo virðist sem allir þeir karlmenn sem höfða til mín eigi börn.
Því miður þá bara hreinlega nenni ég ekki helgarpabbadæmi. Ég er að vinna virka daga í leikskóla og ég vil hafa helgarnar út af fyrir mig, en ekki að eltast við fleiri krakka.

----

Var spurð að því í kommenti eftir síðustu færslu hvort ekkert hafi gerst frá kvöldheimsókninni fram að leiknum á sunnudag.
Jú, ég kíkti á Sadistann á fimmtudagskvöld og eftir nokkurra tíma leik var ég skilin eftir bundin í barnarúmi um nóttina.
Þetta var rosalega gaman! En það var ekki fyrr en í gær að ég hætti að ganga í rúllukragabol vegna þess að ég var með fallega rönd um hálsinn.

Páskarnir nálgast.
Ég er að skipuleggja leik á skírdag.
Ég fæ að drottna. Múhahaha...
Ég er reyndar þegar byrjuð á því.
Hann má ekki fróa sér því ég bannaði honum það og á móti geri ég í því að æsa hann upp á allan þann hátt sem mér dettur í hug. Og það virkar :D

Annars hefði ég ekkert á móti því að eyða páskunum uppi í rúmi með góðum félagsskap.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Skil þig vel varðandi börnin; gott að geta skilað þeim til foreldranna. Það er mjög þægilegt. Síðan gætu þau spillt möguleikunum til leikja .....

Þú ert alveg ótrúleg; stöðug ævintýri í gangi. Varstu virkilega bundin alla nóttina ??

Þú ert sannarlega góð við þína vini; mikið eiga þeir gott sem þú hleypir í návígi við þig.

Þegar þú drottnar; eru einhver meginstef í leiknum ?? Eða kemur það jafnóðum í ljós meðan leikurinn stendur yfir ??
Prinsessan sagði…
Já, ég var bundin alla nóttina.
Reyndar losaði ég eitthvað af dótinu í svefni. En var samt mjög heft.

Þegar ég drottna er ég venjulega búin að skipuleggja leikinn í grófum dráttum. Misjafnlega mikið. Oft er ég með mikið plott í gangi, eins og að draga fleiri með í leikinn og fara út úr húsi og svoleiðis.
En bara svo þið vitið þá hef ég ekki drottnað nema í einhver 4 skipti. En samt slatta í gegnum fjarskiptabúnað. Netið og GSM.
Nafnlaus sagði…
Með hverju varstu bundin ? Er spurn þ.s. þú segir að hluti af dótinu hafi losnað um nóttina ?

Ertu langt komin með skipulagið fyrir skírdaginn ?? Hefur þetta verið alltaf verið sá sami sem þú hefur drottnað yfir í þessi 4 skipti ?
Prinsessan sagði…
Ég var bundin með ólum og böndum. Vegna kulda þurfti að breyta bindingunni svo ég náði í endann í svefni.

Ég hef drottnað yfir 2 mönnum. Aðallega Sadistanum samt.
Nafnlaus sagði…
Hvað segirðu; var of kalt á þig ?

Þ.a. þú og sadistinn skiptast í raun á að drottna ?? Er það hann á skírdag ??

Áttu mikið af hlutum sem gagnast í þessu ?
Nafnlaus sagði…
Hver þessi sadisti? er hægt að komast til hans?
Nafnlaus sagði…
Hvaða heppni gaur er það sem fær að leika við þig? Hvernig fór hann að að ná í þig?
Nafnlaus sagði…
Ég drottna yfir honum á morgun. Ætla að fara með hann á Reykjanesið til vinkonu okkar. Það verður gaman.

Hver hann er og hvar maður nær í hann... Það er leyndó. ;o)

Humm... menn sem er skemmtilegt að spjalla við komast fljótt á lista yfir menn sem ég væri til í að kynnast betur og jafnvel hitta.
Grunnurinn er að vera áhugaverður og hafa vit í kollinum og huxa ekki bara um kynlíf, þó maður verði eitthvað að gera það líka.
Nafnlaus sagði…
Þú verður að segja okkur hvernig gekk þegar leik er lokið.

Þegar þú kemst á spjall við menn; hvar gerist það helst ?

Eigðu góðan, skemmtilegan og fullnægjandi dag.
Nafnlaus sagði…
Ég er netverji og feimin að upplagi, svo spjallið fer aðallega fram á netinu.

Þar sem ég bý í Fjarkistan og langt frá öllu þá er ekki mikið um staði sem maður getur farið á og kynnst fólki.
Einn og einn pöbb að vísu, en þar er aðallega gamalt, einmana, örvæntingafullt og drukkið fólk. Svo maður tali nú ekki um kjaftaganginn á svæðinu.

Núna er ég bara löt. Sadistinn er heldur betur kominn í stuð og vill endilega fara að drífa í þessu, en helst vildi ég kúra áfram undir sæng hjá Golfaranum mínum.
Nafnlaus sagði…
Nú þ.a. það sadistinn sem á drottna yfir !!!

En hvað er þetta með Golfarann undir sænginni ??

Hver er það eiginlega ????
Nafnlaus sagði…
Jæja; hvernig gekk að drottna í gær, varð þetta skemmtilegur leikur ????
Nafnlaus sagði…
Golfarinn er strákur sem ég hef hitt af og til síðan í júní. Fínasti strákur og fékk alveg eðal tott ;o)

Leikurinn í gær var æðislegur. Þetta gekk vonum framar og var bara rosalega gaman. Ég segi frá því þegar ég er búin að vinna.
Nafnlaus sagði…
Fínt að gærdagurinn var góður; hlökkum til að heyra meira.

Fékk golfarinn eingöngu tott hjá þér ?? Hvað fékkst þú í staðinn ???
Nafnlaus sagði…
Æji það er svo gaman að sadistanum :D

Vá hvað ég er að kommenta seint... segir mér bara að ég er LAME!

Vinsælar færslur