Það er allt á floti.

Hef ég einhverntíman sagt ykkur að ég elska leður og skinn?? Allavega þá geri ég það. Það er t.d. kálfaskinn á gólfinu hjá mér... Eða var.
Þegar ég kom inn í herbergi til mín áðan steig ég í eitthvað blautt.
Ég leit niður og sá þá að brúsi af sleipiefni lá á hliðinni ofaná kálfaskinninu. Ég setti hann ofaná handklæði og hljóp með kálfinn inn á bað til að skola úr honum.
Vá, það var mikið vesen. Waterbase sleipiefni. En á endanum hafðist það.

Ég fór að skoða glæpstaðinn og tók eftir bitförum á brúsanum. Það rann upp fyrir mér ljós.
Helduru ekki að hundurinn hafi fundið brúsann og ákveðið að leika sér að honum. Ég öskraði nafnið á hundinum og sá hann laumast skömmustulega meðfram veggjum frammi. Sleipiefnið hefur eflaust ekki verið gott á bragðið svo ég lét þetta nægja sem refsingu fyrir hann. Og ekki get ég látið hann endurgreiða mér brúsann.
Hálfur líter af sleipiefni farinn í súginn.
Ég þarf að endurnýja sleipiefnabyrgðirnar.

Ég var að bæta við fróðleiksmolum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hundgreyið; hann hefur án efa verið búinn að finna út áhrif sleipiefnisins, þ.e.a.s. heyrt ánægjuhljóð (fullnægingar) í þér og tengt það lykt af þér á eftir.

Hann hefur því vonað að efnið myndi kalla á atlot frá þér, jafnvel verið strokið og klappað.
Nafnlaus sagði…
Þú ert geðveikur penni!!! :D
Ættir að leggja þetta fyrir þig!

Fannst ég bara þurfa að kommenta og segja mína skoðun þar sem maður er að lesa það sem þú skrifar:)
Nafnlaus sagði…
Já, maður fær stundum hugmyndir þegar maður les skrifin þín. Þau virka örvandi á hugann. Þú hlýtur að skilja það.

Vinsælar færslur