Gleðilega páska!

Ég vaknaði alltof snemma í morgun alveg í spreng. Augljóslega fór ég á klósettið og viti menn. Ég var komin með grasserandi blöðrubólgu. :(

Smá upplýsingar um blöðrubólgu.
Blöðrubólga er mjög óþæginleg. Hún kemur til vegna ójafnvægis í sýrustigi í blöðrunni og þá myndast sýking og bólga á þessu svæði. Tilfinningin er eins og maður þurfi alltaf að pissa, en það er jafnframt mjög óþæginlegt.
Þvagláti fylgir sviði og óþægindi sem oft tekur langan tíma að jafna sig aftur. Það sem veldur blöðrubólgu er kuldi, áreiti á þessu svæði og eins hefur hreinlæti mikið að segja.
Í mjög alvarlegum tilfellum getur sýkingin borist upp í nýru.

Hér eru líka nokkur ráð við þessu vandamáli
1. Drekka mikið vatn, það hreinsar út sýkla og annað.
2. Pissa ALLTAF eftir kynmök. (Hefur oft bjargað mér.)
3. Trönuberjasafi er bestur við blöðrubólgu. Drekktu hann reglulega og þá á maður að losna að mestu við blöðrubólgu. Hann er líka fyrirbyggjandi. Eitt glas á dag kemur blöðrunni í lag.
4. Sítrónusafi er líka góður við blöðrubólgu.

Þar kemur líka skýringin á blöðruvandamálinu mínu.
Í gær fór ég til Pottastráksins (úr sögunni Potturinn). Hann hafði halað niður fyrir mig síðustu tveimur þáttum af Desperate Housewifes þar sem ég missti af þeim. Hann setti líka slatta af klámi inn á diskinn sem hann vissi að ég fílaði.
Ég var klædd í pils og var nakin undir og fílaði það í botn. Ég var nýkomin úr sturtu og var að flýta mér því kauði var á útleið. Þegar ég kom til hans spjölluðum við smá og þetta innlit endaði síðan með einum stuttum en æðislegum drætti.

Eftir það fór ég á videoleigu og mér leið unaðslega.
Ég var alveg viss um það sæist utaná mér hvað ég hafði verið að gera.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gleðilega páska !!

Farðu vel með þig.

Vinsælar færslur