Hversu kinký ertu?

Ég fíla B&B í klessu. Finnst samt að það mætti vera meira um sögur í því.

Ég tók kinký-próf í síðasta tölublaði og þetta eru niðurstöðurnar

Til hamingju með að vera komin í úrvalsdeildina. Þú þarft samt að athuga að það höndla þig eflaust ekki allir.

Ég held að það sé þónokkuð til í þessu.
Held samt að vandamálið sé ekki að þeir höndli mig ekki, hlaupi öskrandi í burtu og fái ekki sitt með mér, heldur að ég stígi ánægð fram úr rúminu með þeim.
Gamall bólfélagi minn sagði einusinni að ég þyrfti miklu meira en einhverja meðalmenn í rúminu og ætti alls ekki að þurfa að sætta mig við það. En málið með mig er að ég ríð persónunni ekki líkamanum. Ég vil geta skemmt mér með manneskjunni sem ég sef hjá.
Ef mér líkar við manneskjuna þá er ég sko til í ýmislegt, þó svo hann sé ekki endilega einhver ofur-foli í rúminu.
Hann verður samt að vera tilbúinn til að prófa nýja hluti.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta leiðir hugann að því hvort þú hefur einhvern tímann verið í föstu sambandi ?

Ef já; veitti það þér fullnægjandi líf ? Eða er þörfin meiri en svo að einn geti svalað henni yfir langt tímabil ?
Prinsessan sagði…
Ég hef verið í föstu sambandi í 2.5 ár. Það var á margann hátt gott og yndislegt.
En kynlífið var ekki upp á marga fiska þegar leið á.
Trúbbinn einusinni í viku virkar bara ekki almennilega fyrir mig. Ég þarf aðeins meira.
Það var sama hvað ég reyndi að gera til að krydda kynlífið, það bara virkaði ekki.

Við uxum síðan hvort í sína áttina og hættum saman síðasta sumar þegar ég flutti úr bænum. Engar illdeilur eða neitt.

Ég hef oft sagt og held mig við það; þó ég sé ekki beint að leita að draumaprinsinum þá á ég ekki eftir að loka á nefið á honum ef hann bankar upp á.
Hef ekkert á móti föstu sambandi með rétta aðilanum.
Nafnlaus sagði…
Var þessi náungi í raun kynkaldur ? Fyrst ekki virkaði fyrir þig að koma lífi í kauða.

Er reyndin að þú fórst fyrst að verða verulega virk í því að prófa þig áfram í kynlífinu í haust og vetur ??

Hafa öll þau ævntýri sem þú hefur upplifað því gerst á frekar skömmum tíma ? Eða varstu kannski búin að vera dugleg að prófa áður en þú fórst í sambandið ??
Prinsessan sagði…
Aðallega eftir að við hættum saman. En líka eitthvað smá áður en við byrjuðum saman.

Hann hafði bara miklu miklu minni kynþörf heldur en ég.
Nafnlaus sagði…
Þannig að þú hefur safnað í reynslubankann í vetur. Eftir að hafa prófað ýmislegt telurðu líkur á því að einn geti í framtíðinni veitt þér fullnægjandi kynlíf ?

Eða ertu kannski bara að prófa til að geta síðan örugglega valið rétta mótaðilann fyrir þig kynferðislega ?
Nafnlaus sagði…
Voru engin hliðarspor meðan þú varst í sambandinu ?

Varð dótakassinn til að þeim tíma til að fylla upp í tómarúmið ?
Nafnlaus sagði…
:)
Ég er sammála þér með B&B.. skemmtilegt blað en það þarf virkilega meira af sögum.
Við ættum kannski að senda þeim linka á okkar :)
Eða gefa út bækur :)

Við yrðum ríkar á no time.
Nafnlaus sagði…
Ættum að bjóðast til að skrifa sögur í blaðið... Taka svona 20.000 kr á söguna. Tvær í hvert blað. Ágætis peningur til að bæta í dótakassann :)
Nafnlaus sagði…
Þið getið báðar skrifað mjög skemmtilega; eru mjög vel ritfærar.

Vinsælar færslur