Lifandi Vísindi

Það blað er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég kaupi það að vísu ekki sjálf en mér finnst mjög gaman að glugga í það þegar ég get.
Þar er oft að finna skemmtilegar niðurstöður úr kynlífsrannsóknum og hér fann ég eina skemmtilega. Hún fjallar um getnað og hvaða aðferðum sé best að beita til þess að hafa áhrif á kyn barnsins.

Ef drengur óskast

- Stundið kynlíf nærri egglosi
- Berið natron í skeiðina fyrir samfarir
- Reynið að tryggja að karlinn fari eins djúpt og hann getur þegar sæðislos á sér stað
- Veljið stellingu þar sem karlinn tekur konuna aftan frá
- Gætið þess að konan fái fullnægingu
- Forðist kynlíf fram að samförum, karlinn ætti ekki að stunda sjálfsfróun
- Karlinn á að drekka einn kaffibolla fyrir samfarir
- Konan ætti að gæta að því að það sé nóg af natríum og kalsíum í fæðunni t.d. með því að borða saltann mat

Ef stúlka óskast

- Hafið samfarir sex dögum fyrir egglos
- Berið edik í skeiðina fyrir samfarir
- Gætið þess að karlinn fari grunnt inn í skeiðina
- Velið trúboðastellinguna þar sem karlinn liggur ofaná
- Forðist að konan fái fullnægingu
- Reynið að tryggja eins mörg sáðlos og mögulegt er fyrir væntanlega frjófgun
- Karlinn ætti að fara í heitt bað fyrir samfarir
- Konan á að taka inn mikið af kalki og magnesíum t.d. með mikilli mjólkurdrykkju.

Miðað við þetta þá væri ég miklu frekar til í að eignast strák heldur en stelpu.
Hvað er annars þessi skeið sem talað er um?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
skeið er leggöngin - þýðir hulstur utan um hníf, held ættað úr latínu þar sem rómverjar kölluðu typpi hníf eða kuta, og hann er svo rekinn í hulstrið :)

Vinsælar færslur