Meira um klám

Ég var að hlusta á útvarpið á leiðinni í vinnuna í morgun.

Ísland í Bítið var að fjalla um könnunina sem ég sagði ykkur frá og í ljós kom ýmislegt fróðlegt. Persónulega fannst mér þessi kona sem þau ræddu við ekki segja neitt merkilegt og ekki vita mikið um það sem hún talaði. T.d. taldi hún slæmt að fólk vildi prófa eins og gert er í klámmyndum.
Það finnst mér fáránlegt.
Ég á nokkrar kynlífsbækur og í þeim flestum er mælt með því að stæla klámmyndir til að krydda kynlífið. Eins þá gefur það venjulegu fólki vísbendingar um hvað hægt er að gera, horfi fólk á klámmyndir með opnum huga. Svo maður tali nú ekki um útrásina sem margir fá við að horfa á klám.

Það var annað sem kom mér á óvart sem þessi kona sagði. Karlar horfa meira á klám en konur!! Get samt ekki sagt að akkurat þetta hafi komið mér á óvart.
Ætti frekar að umorða þetta; fleiri karlar horfa á klámefni heldur en konur.
En þær fáu konur sem horfa á klám ger það í jafn miklu mæli og karlar.
Sömu konurnar virðast vera með opnara viðmót gagnvart kynlífi og líta á það sömu augum og karlar. Eru s.s. karllægari en kynsistur sínar. Þær lifa fjölbreyttara kynlífi, eru rosalega góðar í rúminu, framagjarnar, menntakonur, fallegar, sexý, gáfaðar, stundvísar, betri félagar... Neinei, ég er að skálda þetta síðasta.

Ummæli

Prinsessan sagði…
Ég vona innilega að ég eigi ekki eftir að lenda í því.
Minn verðandi maki (enn ófundinn) verður að hafa brennandi áhuga á kynlífi og vera tilbúinn að bæta það stöðugt langt fram í ellina.
Nafnlaus sagði…
:)..Dear Prinsessa, við erum búinn að vera saman í 15ár og átt okkar hæðir og lægðir en lostinn, ástin, rómantíkin er eitthvað sem báðir aðilar þurfa að viðhalda og bíddu þangað til að börnin koma í heiminn og kynlífið verður að stolnum stundum "mjög stuttum stundum" og í sumum tilfellum alger munaður, þá fyrst reynir á það hvort það sé kynlíf, losti, ást eða eitthvað allt annað sem fær hjörtun til að slá hraðar :)... lykillinn er að fólk geti talað saman sagt hvert öðru frá dagraumum sínum og upplifað þá saman án tepruháttar en auðvita án andlegrar og líkamlegrar valdníðslu, en trúðu mér, kynlífið er getur bara batnað eftir því sem árin líða og fólk kynnist betur :)....
Nafnlaus sagði…
Anonymous: Það ættu allir að vera í hjónabandi eins og þú, þá væri heimurinn mun betri.
En ég held, því miður, að það líði ekki sá dagur að ég fæ ekki skilaboð frá giftum einstaklingi á einkamál sem lifir í kyndauðu hjónabandi og leitar að kynferðislegri útrás utan þess.
Nafnlaus sagði…
Auðvita veit maður ekki ævi sína fyrr en öll er, en það er rétt við erum lánsöm. já það er trúlega alveg rétt hjá þér, en þá kemur að stóru spurninguni hvers vegna!! er það kyndoði okkar kvenna eða veiðieðli karlmanna og sú staðreynd að á vissu aldursskeiði þá hafi þeir meiri þörf fyrir kynverðislega viðurkenningu þ.e. að þeir séu enn þessi mega-flotti gaur með konfektið í fullum afköstum eins lengi og þurfa þykir ;)!!!!....svo er það kanski líka þetta mannlega eðli að fara auðveldu leiðina og stökkva yfir ánna við hvert tækifæri sem býðst til að gæða sér á græna grasinu hinu megin,,,en fólk þarf fyrst og fremst að ÞORA að TALA saman um það sem er að gerjast í huga þess, við höfum upplifað algjöran doða svo vikum og mánuðum samann án þess að taka eftir því, og þá skiptir máli að beint eða óbeit að neyða sig til að hugsa um kynlíf, horfa á klámmyndir lesa skemmtilegar sögur eins og vinkona þín er að byrta hér,,alveg frábært,,og koma sér aftur í gírinn,,,og guð hvað það getur verið erfit þegar aukakílóinn hafa hlaðist upp og manni finnst ekkert vera sexy lengur,,,það er fangelsi hugans,,,en áfram stelpur og þið strákar/karla sem eruð að taka framhjá þið vitið ekki hvaða steik bíður ykkar heima hehehe Right!!!!..
Prinsessan sagði…
Þið eruð æðislegar. Ég er svo sammála ykkur að það þarf að tala saman.
Hef verið í sambandi þar sem samkiptin voru bara í eina áttina og það vantaði miklu miklu meira en fullnægjandi og skemmtilegt kynlíf.
Pör þurfa fyrst og fremst að vera vinir og geta talað saman svo að allit hitt virki til lengri tíma.
Nafnlaus sagði…
:),,,Gott að heyra að þið eruð samála mér,, :)..

Vinsælar færslur