Tilfinningar spyrja ekki um rök

Gesturinn hafði samband við mig í gær.
Haldiði ekki að hann hafi fundið þá fallegustu stúlku á jarðríki og ætlar að halda sig við hana. Þetta fannst mér æðislegar fréttir en þrátt fyrir það þá sveið það.
Ég hafði svosem ekki búist við því að fá hann aftur í heimsókn eða hitta hann meira. Landið lá einhvern veginn þannig á milli okkar.
En samt sveið það.
Eflaust bara afbrýðisemi. Þarna fann hann einhvern sem hann ætlar sér að vera hamingjusamur með, en ég er ekki svo heppin.
Samt er ég mjög ánægð með minn lífsstíl og ætla mér ekkert að breyta honum í bráð.
Nema auðvitað að hinn eini rétti banki upp á.

E.S. Sagan sem ég lofaði ykkur fyrir nokkru síðan er komin inn; Eðal Tott

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég las það einhvers staðar hérna á síðunni þinni að þér liði ílla þegar bólfélagar þínir væru hrifnir af öðrum stelpum. og núna skrifaru um að að þú hafir orðið afbríðisöm út í Gestinn, ertu þessi abbó týpa, út í þá sem þú ríður eða hefur riðið?
Prinsessan sagði…
Ég hef ekkert spáð í þetta.
Ég verð mjög abbó út í suma, en er nokk sama um aðra.
Held samt að það sé aðallega það sem þeir fá að upplifa en gera það ekki með mér.
Annars þá hef ég skánað mikið hvað þetta varðar... Finn lítið sem ekkert fyrir þessu núorðið.

Vinsælar færslur