að "feika" fullnægingu

Ég er ekki alveg nógu hrifin af þessu orði feika en ég fann ekkert betra. Að gera sér upp fullnægingu er of langt og mér fannst orðin uppgerð eða leikin ekki alveg passa við.

Íslenskan er okkar mál og við eigum að nota hana og viðhalda henni!Hallelúja

Þegar ég var að keyra heim til Fjarkistan í dag, eftir skemmtilegt munch í gærkvöldi, yndislega nótt með Sveitastráknum, skróp í vinnuna og geggjað morgunkynlíf, fór ég að huxa út í þetta.

Til hvers að gera sér upp fullnægingu?
Ég er alls ekki alsaklaus og hef oft gert mér upp fullnægingu til þess að gera rekjunautinn glaðann, til að losna undan þessu álagi að ÞURFA að fá það, til að ljúka drættinum fyrr en ella...
Það eru fullt af ástæðum fyrir því að konur gera sér upp fullnægingu.
Ég held samt að það sé oftast til að gleðja rekjunautinn.
Það er allavega þannig í mínu tilfelli.

Ég lærði af reynslunni.

Ein lygi kallar á aðra.
Þegar ég var búin að gera mér upp fullnægingu einusinni, þá varð miklu léttara að gera það aftur.
Samviskan nagaði mann smá í fyrsta skiptið fyrir að ljúga svona upp í opið geðið á rekjunautnum. Sérstaklega ef viðkomandi fór síðan að spyrja mann út úr.
- Fékkstu það örugglega? Var þetta góð fullnæging? Löng? Djúp? Stutt? Grunn?
Þá reyndi maður að svara á sem óræðastan hátt.
- uuu... já...
Næsta skipti varð ekki eins eins erfitt. Maður gat haft svörin á hreinu og smátt og smátt var maður farinn að spila með. Meiri læti, meiri leikur, ofur-ýkt viðbrögð og úr þessu verður þvílíkt leikrit bara fyrir félagann. Síðan þegar alvöru fullnæging kemur getur hún kollvarpað spilaborginni.
Ég veit það af minni reynslu að það þurfa ekki að vera læti, ýkt viðbrögð og hamagangur til að fá rosalega fullnægingu. Þá einmitt ligg ég graf kyrr, þori varla að hreyfa mig og gleymi að anda því þetta er svo gott og maður vill ekki skemma fyrir. Þá verður rekkjunauturinn forviða, enda ekki vanur þessu og fer að spyrja óþæginlegra spurninga.
- Var þetta virkilega gott? Það heyrðist samt ekkert í þér eins og venjulega.
Hvað segir maður þá? Sannleikann og eyðileggur sjálfstraust viðkomandi?

Síðan er annað í þessu.
Þegar maður gerir sér upp fullnægingu þá lærir rekkjunauturinn ekkert á því.
Hann heldur kannski að þetta sé voða einfalt, smá kítl hér og káf þar, pota smá inn í þetta gat og strjúka þessu svæði og þá er það komið, þegar það er það alls ekki.
Í mínu tilfelli þarf að hafa virkilega mikið fyrir því og þetta er erfiðisvinna. En hún er þess virði.
Hingað til hafa menn ekki óvart ýtt á réttu takkana og tara!! Fullnæging! Eða kunnað fyrirfram hvað þarf til þess að ÉG fái það. Það sem virkar á aðrar konur virkar ekki endilega á mig.
Það tók miklu meira til en pot, kítl og strokur. Það þarf tilsögn, að læra á mín viðbrögð, vinna upp þol og fleira í þeim dúr.

Ef fullnægingin kemur ekki, þá kemur hún ekki.
En það þarf samt ekki að þýða að kynlífið sé ekki gott ;o)

Niðurstaðan í þessum pælingum mínum var eftirfarandi.

Karlar: ekki ýta á konuna að fá það, ef það hefst ekki með góðu hefst það alls ekki með illu.
Konur: ekki gera ykkur upp fullnægingu, það gerir engum gott til langs tíma litið.
En með samskiptum og þolinmæði er hægt að vinna úr málunum og það er bara gott fyrir báða aðila.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Er langt síðan þú feikaði síðast ?

Hvernig stóð á því að það var nauðsynlegt ??

Þú talar um munch; getirðu satt aðeins meira frá því ???
Prinsessan sagði…
Það er aldrei nauðsynlegt að "feika" fullnægingu. Frekar á maður að sleppa því og segja eins og satt er.

Munch er kaffihúsaspjall BDSM félagsins á Íslandi. Það er tvisvar í mánuði og umræðurnar eru mjög líflegar og skemmtilegar.
Mæli með því fyrir áhugafólk um BDSM, hvort sem það er bara til að svala forvitni eða gera eitthvað meira.
Nafnlaus sagði…
Legg til að þú breytir fyrsta staf orðsins og segir héðan í frá að leika fullnægingu.

Vinsælar færslur