Gamall frasi
"Að sofa hjá manneskju smokkalaust er það sama og að sofa hjá öllum sem manneskjan hefur sofið hjá"
Þennan frasa hafa margir notað og eflaust enn fleiri heyrt. En ef satt best skal segja þá fatta ég ekki þennan frasa.
Því þegar ég fór að velta þessu fyrir mér þá komst ég að því að þetta stendst enganveginn í mínum huga.
Vill einhver útskýra fyrir mér að hvaða leiti getur maður verið að sofa hjá öllum hinum á undan í leiðinni?
Það er oftast ekki eins og maður hafi hitt fyrrverandi bólfélaga eða sé að hræra í leifunum af þeim.
Líkaminn endurnýjar húðina á þriggja vikna fresti og slímhúðina mun oftar. Svo maður tali nú ekki um að leggöngin eru sjálfhreinsandi, ef allt er í lagi, og eru orðin "hrein" af líkamsleifum annarra nokkrum klukkutímum eftir samfarir.
Bara pæling.
Athugið Það er komin ný könnun :D
Þennan frasa hafa margir notað og eflaust enn fleiri heyrt. En ef satt best skal segja þá fatta ég ekki þennan frasa.
Því þegar ég fór að velta þessu fyrir mér þá komst ég að því að þetta stendst enganveginn í mínum huga.
Vill einhver útskýra fyrir mér að hvaða leiti getur maður verið að sofa hjá öllum hinum á undan í leiðinni?
Það er oftast ekki eins og maður hafi hitt fyrrverandi bólfélaga eða sé að hræra í leifunum af þeim.
Líkaminn endurnýjar húðina á þriggja vikna fresti og slímhúðina mun oftar. Svo maður tali nú ekki um að leggöngin eru sjálfhreinsandi, ef allt er í lagi, og eru orðin "hrein" af líkamsleifum annarra nokkrum klukkutímum eftir samfarir.
Bara pæling.
Athugið Það er komin ný könnun :D
Ummæli
Frasinn er sennilega til að vekja athygli á hættunni á AIDS smiti.
Hvernig geturðu verið svona treg að ná þessu ekki! "
Hmm nafnlausir smádrengir að tjá sig?
Þessi frasi tengist kynsjúkdómum ekki neitt heldur eru leifar karlrembu þar sem í fínu lagi er að strákur ríði frá sér allt vit en stelpan eigi að vera siðprúð og ríða ekki fleiri en 5 á ævinni,, helst ekki ríða heldur vera riðið...
Hvernig geturðu verið svona treg að ná þessu ekki! "
Fyrst ég er svona treg, viltu þá ekki útskýra þetta nánar?
Ég held að þessu sé ekkert frekar beint til stelpna en stráka, en þarna er einfaldlega verið að benda á hættuna á kynsjúkdómasmiti. Ég man eftir að hafa heyrt þetta einhversstaðar í tengslum við það.
Þótt kynfæri beggja kynja sjái um sig sjálf, þá eru til ansi nastý sjúkdómar sem smitast við kynmök án smokks. Þeir sem gera mikið af því, með hverjum sem er geta verið búnir að dreifa einhverjum fjandanum ansi vel áður en nokkur áttar sig á því.
Að lokum, stórskemmtilegt blogg. Eitt af þeim bloggum sem ég kíki alltaf á! Skemmtilega gratt og hugmyndaríkt. Ef það er eitthvað, þá máttu alveg blogga meira! ;)
Hroki tengist að engu leiti mínu svari heldur er skot á þá staðreynd að þú skrifar ekki undir þekkjanlegu nafni heldur felur þig bak við anonymous, "elskan"...
Ekki finnst mér vera mikill munur á því að vera anonymus með ekkert nafn eða anonymus með bull nafn