Heimkoma

Ég er loksins komin heim!!!

Nær allan þennan tíma hef ég lifað skírlífi.

Í útlandinu var gaman.
Ég sólbrann á öðrum degi og þurfti að vera í síðerma bol það sem eftir var. Mæli eindregið með sólarvörn fyrir þá sem ætla sér til útlanda og vilja geta verið í fáum fötum.

Ferðalagið um Ísland var töluvert verra.
Fyrsta daginn var rigning, annan daginn var rigning og ég fékk blöðrubólgu, þriðja daginn var rigning, bíllinn bilaði og ég var með blöðrubólgu, fjórða daginn var ekki rigning, en bíllinn var bilaður og ég var með blöðrubólgu, fimmta daginn var bíllinn enn bilaður, sól og blíða og engin blöðrubólga og sjötta daginn var bíllinn bilaður, en við lögðum af stað heim og enduðum í togi.

Ef ég væri ekki úrvinda núna þá myndi ég sko hoppa upp í rúm að ríða....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Velkomin til baka.

Þú verður að vera dugleg næstu daga að bæta þér upp hvernig ferðalögin voru.

Ekki síður að hætta skírlífinu.
Einhver sagði…
Velkomin heim skjátan mín!!! :D
Nafnlaus sagði…
welcomin heim skvísí
Nafnlaus sagði…
geturu eki sett eina mynd af þér hérna omg :(

Vinsælar færslur