Brjóstamjólk og mjólk í brjóstum

Ég fór til kvensjúkdómalæknissins míns í gær.

Mér finnst ég vera með besta kvensjúkdómalækni í heimi, því hún hugsar fyrst og fremst um hag sjúklingsins, fjárhagslega og heilsufarslega. Hún benti mér m.a. á að stéttafélögin greiða niður eða greiða að fullu fyrir leghálskrabbameinssýnatöku. Og þetta hafði ég ekki hugmynd um.

Undanfarnar vikur hef ég verið að gera mikið grín að því að ég er með mjólk í vinstra brjóstinu, þegar ég kreisti það þá kemur smá mjólk úr geirvörtunni.
Í gríni held ég því fram að það sé af því að ég vinni á leikskóla og móðureðlið sé vaknað.
Ég spurði kvensjúkdómalækninn minn að þessu. Hún sagði að það gætu verið nokkrar ástæður fyrir þessu.
Nr. 1. Af því bara. Það þarf ekki að vera nein ástæða á bak við þetta og þetta líður hjá. Þetta er algengasta ástæðan.
Nr. 2. Sum þunglyndislyf geta framkallað mjólk í brjóstunum.
Nr. 3. Mikill ertingur geirvörtunnar getur valdið því að það fer að myndast mjólk í brjóstinu.
Nr. 4. Frumumyndun í heiladingli getur einnig orsakað mjólk í brjóstum. Oftast er þetta lítið góðkynja æxli sem gerir ekkert, en ef það verður stórt þarf að taka það.

Við munum öll, við munum öll, við munum öll DEYJA!!

Ummæli

Prinsessan sagði…
Fimmta ástæðan fyrir brjóstamjólk
Þetta geta verið, og eru líklega aukaverkanir vegna hormónastafsins Implanon

Vinsælar færslur