Prinsar

Stúlkur mínar, þið getið hætt að láta ykkur dreyma um ævintýraprinsa. Þeir eru perrar!!

Ég hef svikið loforðið um að vera duglegri að blogga. Mér til afsökunar þá var ég í útlöndum í smá tíma.

Úti keypti ég fullt af dóti og skemmti mér konunglega en komst samt að þessari niðurstöðu að ævintýraprinsar séu perrar.

Ég er með þrjú góð dæmi þess:

Mjallhvít:
Mjallhvít liggur þarna í glerkistunni og á að heita dáin (það héldu dvergarnir a.m.k.). Prinsinn sér hana og verður agndofa yfir fegurð hennar og kyssir hana. Það veldur því að hún vaknar.
Hver fer að kyssa alls ókunnuga manneskju sem er dáin bara af því að hún er sæt? Það er greinilegt að þarna bjó eitthvað meira að baki. Prinsinn í þessu tilfelli hefur verið náriðill og hefur eflaust orðið fyrir miklum vonbryggðum þegar fallega líkið hans "vaknaði".
Það fer hinsvegar tvennum sögum af því hvort dvergarnir 7 hafi verið á staðnum eða ekki þegar þetta átti sér stað. Ef svo hefur verið hefur prinsinn verið náriðill með mikla sýningarþörf, mjög undarleg blanda.

Þyrnirós:
Sagan endurtekur sig s.b.r. Mjallhvíti mínus dvergana 7.

Öskubuska: Prinsinn leitar logandi ljósi að konu sem passar einmitt í skó sem hann gætir með lífi sínu. Er það ekki bara pínu grunnsamlegt? Hver veit hvað hann gerði við skóinn þegar sögumaður sá ekki til? Kannski hefur ævintýrið verið ritskoðað?
Ég held að prinsinn hafi verið með fóta fetis og/eða skó fetis.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hahahaha, þetta eru bestu pælingar um þessi ævintýri sem ég hef séð lengi :) og bara nokkuð til í þessu ;)

Vinsælar færslur