Sadómasókismi

Ég fer stundum í Góða Hirðinn til að skoða eða kaupa eitthvað nytsamlegt fyrir heimilið. Mest megnis innbúsins er þaðan komið. Þau eru með bókadeild þar og þangað koma ýmsar bækur, m.a. afgamlar og úreltar kynlífsbækur. Af forvitnissökum keypti ég eina slíka um daginn.

Unaðsdraumar og ímyndanir kynlífsins eftir Dr. Andrew Stanway.
Bókin er frá árinu 1991 og ég verð að segja að það er margt gott í henni en ég átti ekki orð yfir því sem kemur fram um Kvalalosta og Kvalanautn eða sadómasókisma.

Í stuttu máli segir að sadisma megi rekja til þess að mæður geti ekki alltaf sinnt kornabörnum sínum og því verði kornabörnin reið, full af vonbrigði og fyllist því hatri á móður sinni. Þetta undirliggjandi hatur veldur því að síðar á lífleiðinni fái þessir einstaklingar útrás með því að kvelja aðra.
Hvað masókisma varðar virðast orsökin vera þau sömu, undirliggjandi reiði og hatur í garð mæðra sinna. En í þessu tilfelli beinist hatrið inn á við og einstaklingarnir fá útrás í gegnum sársauka.

Þetta eru rosalega Freud-ískar pælingar sem þurfa ekki á neinn hátt að vera réttar. Hinsvegar er erfitt að afsanna þær og segja hver sé hin raunverulega ástæða sé fyrir því að sumir eru sadistar, aðrir masókistar og enn aðrir vanillur.

Ég spurði mikinn sadómasókista að þessu og hann sagði að sumir væru bara heppnari en aðrir.

Ummæli

Einhver sagði…
Kenningum Freuds um sálarlíf og kynlíf hefur nú allflestum verið varpað fyrir róðra af sálfræðingum í dag enda bara þvæla margar þeirra sem hann sauð saman eftir skoðun á eigin huga.
Nafnlaus sagði…
Ég er masókisti og ég get fullyrt það að ég hef aldrei hatað móður mína. Mér hefur alltaf þótt innilega vænt um foreldra mína enda yndislegt fólk. Ég veit ekki hver ástæðan er en ég hef notið sársauka síðan stuttu eftir að ég varð kynþroska, það er þó styttra síðan ég lærði að njóta hans fyrir alvöru þegar ég kynntist BDSM og það var frábært.
Annað mál: Má ég setja link á síðuna þína af minni síðu?
Kveðja
undirgefin

Vinsælar færslur