Sunnudagur til BDSM

Ég fékk óvænt boð um að taka session með stuttum fyrirvara og ég ákvað bara að skella mér í það þar sem það hefur verið rosalega rólegt hjá mér, nánast enginn sem vill koma í session til mín og það gramdist mér.

Sessionið var svo sem ekki frásögu færandi, nema hvað ég naut mín alveg í botn!!
Þetta var rólegt en rosalega skemmtilegt session sem stílaði svolítið inn á kynferðislegt athæfi án þess að nokkuð gerðist þó.
Hann vildi fá að sleikja mig, en ég geri ekki svoleiðis, svo ég var alveg við munninn á honum, en samt það langt frá að hann náði ekki til mín. Færði mig nær, en strax fjær ef hann gerði sig líklegan til að gera eitthvað. Greyið engdist um af löngun og hreinlega emjaði, en gat ekkert gert þar sem hann var bundinn niður. Ég var við stjórnina og naut þess að sjá hann engjast um, vitandi að hann fílaði það.

Í dag þá fór ég að spá. Núna hef ég ekki tekið neinn í session lengi og saknaði þess. Nokkrir hafa beilaði á mér á síðustu stundu og það pirrar mig óneitanlega. Í dag fékk ég síðan útrás fyrir þessa sadísku þörf mína og eftir á þá leið mér rosalega vel. Það hefði mátt halda að ég hafi fengið það. En var samt langt frá því. Getur verið að fyrir fólk eins og mig sé þetta grunnþörf sem maður verður að fá útrás fyrir? Eða fíkn sem maður verður að seðja?

Hvernig yrði ég eiginlega í skapinu ef að ég myndi snúa mér alfarið til venjulegs kynlífs.... úff

Eftir sessionið var Þing UFSM. Það er alltaf gaman á þessum Þingum og maður lærir óneitanlega mikið af þeim um allar hliðar BDSM.
Í dag var fjallað um sub- og dom-drop, þegar maður dettur niður í annarlegt ástand eftir BDSM leik. Þetta var útskýrt til hlýtar, það tengist adrenalín og endorfín framleiðslu líkamans og besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að fá sér eitthvað sætt eftir session eða borða eitthvað. Maður á líka að koma úthvíldur og vel nærður í session til að koma í veg fyrir sub- eða dom-drop.

Allir sem hafa áhuga á BDSM eða langar að mæta á Þing ættu að afla sér meiri upplýsinga inni á Fetish Iceland.

Ummæli

Vinsælar færslur