Kynlíf hér og þar

Einhverra hluta vegna er það "inn" að stunda kynlíf á mismunandi og öðruvísi stöðum. Þá get ég nefnt staði eins og Bláa Lónið eða bíóhús borgarinnar.

Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti þá er svo dýrt að fara í Bláa Lónið eða í bíó að ég myndi ekki týma því að stunda kynlíf á þessum stöðum. Frekar njóta þess sem uppá er boðið.

Persónulega er ég hrifnari af kynlífi á "öruggum" stað, þar sem maður getur notið sín og þurfi ekki að spá í að einhver sjái mann eða komi að manni. Kynlíf í hvelli, bara af því að það er á einhverjum svona stað heillar mig ekki.

Ég er samt kannski ekki alsaklaus sjálf og fæ stundum þessa spurningu: Hefuru gert það á einhverjum kinký stað? Það fer eftir því hvað er kinký og hvað ekki? Nú er kinký rosalega misjafnt eftir fólki.
Ég hef gert það með ljósin kveikt -finnist einhverjum það vera kinký. Ég hef gert það í bíl(nokkrum sinnum). Ég hef gert það í hjónarúminu þeirra mömmu og pabba. Ég hef gert það í heitum potti fyrir utan bústað fullan af fólki. Og ég hef gert það á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu.

Það síðasta toppar eflaust allt annað.
Nei, það var enginn að horfa á okkur, við vorum ein í salnum.
Þetta kom þannig til að kunningi minn var að vinna í Borgarleikhúsinu á litla sviðinu. Eitthvert kvöldið kom ég í heimsókn til hans í vinnunna og það varð til þess að við gerðum það á sviðinu.

Þetta kynlíf var ekkert spes.
Það gerði ekkert fyrir mig og ég býst við að ég hefði sleppt því ef ég vissi hvernig þetta myndi verða.
Hann var hinsvegar voðalega ánægður með þetta og vildi endilega endurtaka leikinn á fleiri sviðum Borgarleikhússins. En einhverra hluta vegna varð það ekki... humm...

Hinsvegar fór ég í leikhús í gær.
Við fórum á Ófagra Veröld. Það er ágætis verk fyrir fólk með þolinmæði.
Ég hef ekki þessa þolinmæði og stóð mig oft að því að horfa frekar upp í loftið heldur en á sviðið og huxa hvað það væri nú hot og kinký að ríða uppi á loftinu, þar sem maður sér yfir allan salinn á meðan á sýningu stendur. Þessi tilhuxun hefur kítlað mig áður og ég hefði, satt best skal segja, ekkert á móti því að ríða þar.
Þar hefur maður tímann fyrir sér, amk á svona leiksýningum. Getur dundað sér í myrkrinu þar sem enginn sér, kíkt niður og séð alla áhorfendurna og leikarana sem eru í annarri veröld en maður sjálfur, en samt svo nálægt. Verða samt að bæla niður stunurnar og vanda sig svo braki ekki, til þess að trufla ekki fólkið eða vekja athygli á sér.

Hver vill koma í leikhús?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ó Ó, setti óvart kommentið fyrir þessa og síðustu færslu á þá síðustu :-)
Nafnlaus sagði…
Hugsa fjandinn hafi það.

Vinsælar færslur