Leikföng

Kunningi og gamall bólfélagi minn hafði samband við mig þegar ég var að blogga áðan og spurði hvort hann mætti nokkuð fá lánað dót hjá mér. Ég sagði að hann mætti það alveg og hann ætlaði að kíkja á mig seinnipartinn. Sem hann og gerði og fór héðan með ein 5 leikföng í farteskinu.
Samt fékk hann bara leikföng sem eru lítið sem ekkert notuð hér á bæ.

Hvað finnst ykkur um að lána leikföngin svona?

Mér sjálfri finnst það allt í lagi, mín leikföng eru þrifin með sótthreinsandi efni eftir hverja notkun og eru því oftast alveg hrein. Auðvitað er það skilyrði að þau komi hrein til baka og í sama ásigkomulagi og þau fóru. Eins ef það vantar batterí, eða þau klárast verður viðkomandi að redda því. Og ég færi ekki að lána hverjum sem er leikföngin mín.

Mér datt það í hug áðan að klannski ætti maður að stofna leikfangaleigu.
Fólk kemur, velur leikfang sem það fær leigt í sólarhring og skilar síðan aftur. Leigan yrði á bilinu 500 upp í 1000 kr eða jafnvel 2000 kr ef maður er að tala um rólur eða svokallaðar fuck machine. Og gæti síðan mögulega keypt dót með afslætti hafi það leigt það áður....
*Dreym*

Þetta yrði samt bara eins og um árið þegar ég og vinkona mín ætluðum að stofna netverslun með ódýr kynlífsleikföng.
Við vorum búnar að finna heildverslun erlendis með skemmtileg og góð leikföng og vorum komnar með nafn og allt. Hún átti að heita Freyja því það er gyðja ásta í Ásatrú.
Ég meina kommon, verðið á þessu hérlendis er svivirðilegt!!!
En síðan gekk þetta allt til baka þegar við föttuðum hvað það væri mikið vesen að hafa þetta löglegt með öllum þessum sköttum og tollum. Og þá reiknuðum við það út að verðið yrði ekki svo mikið lægra en gerist og gengur hér á landi.

Kærastinn minn kom með enn betri hugmynd.
Þegar kynlífsverslanir koma með ný leikföng þá tökum við það að okkur að prufukeyra þau og gefa þeim dóma. Svo þegar fólk kemur að skoða í búðir getur það lesið dómana frá okkur og þannig ákveðið hvað skal kaupa. Það er svo mikið af leikföngum sem virðast alveg eins í búðinni, en síðan er annað kannski mun betra en hitt og hvernig á maður að finna muninn á umbúðunum?

Ég er best.

Spurningin er: hvaða búð ætli vilji ráða okkur?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þannig að þú heldur sambandi við gamla bólfélaga; það er sýnilega ansi líflegt í kringum þig.

Hvaða leikföng eru í uppáhaldi hjá þér núna ? Hvaða tól hefur t.d. notað síðustu daga ?
Nafnlaus sagði…
Nú reynir á markaðssetninguna hjá þér; viðskiptin koma ekki af sjálfu sér. Maður verður að selja öðrum hugmyndir með öflugum hætti.
Prinsessan sagði…
Egg og G-bletta titrari er alltaf í uppáhaldi.

Talandi um markaðssetningu og að selja hugmyndir, ég sagði Bleikt og Blátt frá einni hugmynd minni, og henni var stolið jafnóðum.
Munið þið eftir Eydísi?
Nafnlaus sagði…
Notarðu leiktæki nánast á hverjum degi ?
Prinsessan sagði…
Það er misjafnt eftir því hversu örvuð ég er og í hvernig skapi ég er hvort ég nota leikföng eða ekki. Ætli ég noti ekki leikföng í svona 40% tilfella.

Vinsælar færslur