Pattstaða

Það er frekar furðulegt ástand hér á bæ núna.
Undanfarið hef ég verið með króníska blöðrubólgu og finnst það frekar fúlt. Þess vegna hefur mig hreinlega ekki langað að stunda kynlíf af viti.
Í gærkvöldi lét ég eftir kærastanum, enda hafði ég verið laus við blöðrubólguna í nokkra daga. Forleikurinn var unaðslegur, en um leið og hann var kominn inn í mig fann ég þessa ertandi, örlitla sviðatilfinningu. Eftir því sem leið á urðu samfarirnar óþæginlegri og það endaði með því að við kláruðum dæmið í hvelli. Ég fór strax á klósettið og þambaði vatn og trönuberjasafa en allt kom fyrir ekki og ég vaknaði með blöðrubólgu og hef verið að reyna að losna við hana í dag.

Þetta sökkar!!! Svo maður noti nú góða íslensku.
Mig langar að stunda kynlíf og það kemur auðvitað fyrir að ég er gröð, þó að það sé í minna mæli en áður. En eins mikið og mig langar að stunda kynlíf þá langar mig ekki að fá blöðrubólgu og vil alls ekki að það sé óþæginlegt eða jafnvel sárt að hafa samfarir.

Hvað á ég að gera?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég hef það eftir lækni einum að sumar konur fái einfaldlega það þráláta blöðrubólgu að þær þurfa alltaf að taka sýklalyf, ýmist til að meðhöndla blöðrubólguna (fullur skammtur) og svo minni skammta til þess að nota sem fyrirbyggjandi.

Trönuberjasafi og vatn hefur lítið að segja þegar ástandið er orðið svona slæmt.
Nafnlaus sagði…
Æ æ þetta er ömurlegt að heyra. Fyrir utan að skemma kynlífið sem er náttúrulega fúlt þá er leiðinleg þegar fólk er haldið þrálátum sýkingum, bólgum eða sjúkdómum sem hafa áhrif á daglegt líf.

Vona sannanlega að þetta lagist hjá þér.
Nafnlaus sagði…
Ekki má gleyma c vítamíni, taka það í stórum skömmtum.

Vinsælar færslur