Rakstur

Það eru komin mánaðarmót og ég er töluvert fátækari en ég bjóst við. En samt ekki svo að ég fór og keypti pínu meira dót í safnið. Ég fór í Adam og Evu og keypti rasssprautu og leikfang sem er sett á tippið með titrara á.
Ég hef ekki ennþá prófað þetta, en hlakka til. Sérstaklega með rasssprautuna, er pínu kvíðin samt. Þetta er nú bara lítil stólpípa. Ég á mér þann draum að vera tekin í rass og píku í einu og þegar þar að kemur þá vil ég vera hrein og fín.

En fyrirsögnin er samt rakstur.
Ég fór í góða og laanga sturtu áðan og sit núna nakin að blogga. Ég rakaði mig vel og vandlega og tók öll hár sem ég mögulega fann svo núna er ég slétt og fín. Nema hvað, ég fór að huxa. Afhverju hefur maður fyrir því að raka sig? Ókostirnir eru klárlega kláði sem getur fylgt og inngróin hár. Svo maður tali nú ekki um að eftir ákveðinn tíma þá hreinlega stingur maður. Kostirnir eru hinsvegar að þetta er mun hreinlegra og það er minni lykt af manni, leikfélaginn hefur betri aðgang að manni og maður er varla maður með mönnum, réttara sagt: kona með konum, nema maður sé rakaður.

Rakar maður sig fyrir sjálfan sig eða aðra?
Eða af því að samfélagið gerir þessar kröfur til kynferðislega virkra einstaklinga?

Ég geri það fyrir aðra.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Væri miklu eðlilegra að þú værir að gera þetta fyrir þig.

En nú er spurningin fyrst þú varst að gera þetta fyrir aðra, hvað stendur til í dag og nótt ??? Er von á ævintýrum sem vonandi enda í góðri og æsandi skrifum hér inni ??
Nafnlaus sagði…
Fer ekki að verða rétt að uppfæra skrifin um dótakassann ?
Nafnlaus sagði…
Ég raka mig fyrir mig
Nafnlaus sagði…
Ef þú ert orðin leið á rakstrinum ættirðu að tjekka á brasilísku vaxi. Engir broddar, engin inngróin hár, enginn kláði, miklu mýkra og endist miklu lengur... plús hárvöxturinn verður miklu minna áberandi.
Prinsessan sagði…
Brasilískt vax er miklu betra, en það er sársaukafullt og dýrt. Síðast þegar ég vissi kostar það 3500 kr. og maður verður að fara ca. 1 x í mán. Á móti kostar rakvél og blöð sem endist í mánuð ca. 900. Og eftir það eru blöðin ódýrari.
Kosturinn við Brasilískt er að maður er mýkri en maður fær líka inngróin hár, ég fæ t.d frekar inngróin hár eftir vax en rakstur. Maður ræður líka rakstrinum algjörlega sjálfur.
Nafnlaus sagði…
Tja, ég raka mig fyrir mig þar sem ég er með fóbíu fyrir líkamshárum og það eina sem fær að vera í friði eru augnhár, augabrýr... sem reyndar eru plokkaðar og svo það sem er á hausnum á mér.

Hár er ógeðslegt... þeas þegar það er á sjálfri mér :P

Vinsælar færslur