Pirruð

Ég var að tala við mann.

Hann hefur í rúmt ár reynt að komast upp í rúm til mín. En hefur þann ókost að vera giftur og ég sef ekki hjá giftum mönnum.
Mér finnst það ótrúlega mikil vanvirðing við þann sem þú hefur heitið að elska og virða þar til dauðinn aðskilur.
Menn verða leiðir og allt það, en það má alltaf reyna að lífga upp á blossann eða ræða hlutina. Einhverra hluta vegna ákveður fólk að skuldbinda sig og heitir með því trausti og trúnaði. Og mér finnst það minnsta sem einstaklingur getur gert er að halda þeim trúnaði og vera traustsins verður, en ekki meðvitað vera að svíkja hinn aðilann með því að halda framhjá. Og þannig grafa undan þeim grunni sem sambandið er byggt á. Þá finnst mér skárra að hreinlega segja hinum aðilanum upp og ganga á vit ævintýranna. Kannski er þetta ekki svona einfalt, en í lífinu þarf maður að velja og hafna.
-Þetta er að minnsta kosti mín skoðun og það fær ekkert mig til að fara ofan af því.

Þetta vissi þessi tiltekni maður og við höfum oft rætt þetta og rifist út af því. En samt heldur hann áfram að biðja, suða og ýja að því að ég ætti nú að sofa hjá honum, eða ég ætti nú að leyfa honum að vera með í 3some eða eitthvað, og alltaf er svarið nei, þú ert giftur.
Síðan fór hann að koma með fáránleg rök eins og...
-"Þú hefur nú verið að sofa hjá fullt af mönnum og það telst varla vera eðlilegt"
- Já, en það var án allra skuldbindinga, allir sáttir og enginn varð sár. Og í nútíma samfélagi er það ekkert tiltöku mál, menn og konur hafa sofið hjá fleirum en ég skuldbindingalaust.
-"Þú hefur á einu ári sofið hjá fleirum en ég hef gert alla mína ævi"
- Já, óheppinn þú, ættiru þá eitthvað frekar að fá að sofa hjá mér?
-"Þú hefur verið að bjóða fólki með þér og kærastanum upp í rúm"
-Aftur, enginn var giftur, enginn svikinn og enginn sár.
-"Þið hafið verið að stunda kynlífsathafnir sem varla teljast eðlilegar"
-Það er bara okkar á milli og kemur öðrum ekkert við
-"Þér finnst þetta kannski eðlilegt en öðrum finnst eitthvað annað eðlilegt.... "

Hvenær er hægt að kalla framhjáhald eðlilegt?
Hvernig er hægt að reyna að réttlæta það að einhver haldi framhjá maka sínum, af því að einhver annar er lauslátur?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Auðvitað er þetta hárrétt viðbrögð hjá þér við þennann mann.

Ég var giftur og þá datt mér ekki til hugar að halda fram hjá. Það var alveg skírt að á meðan maður er giftur þá heldur maður sig við makan, nema hann sé að sjálfsögðu með í ráðum um annað.

Gott hjá þér en lélegt af honum.
Nafnlaus sagði…
Svo er grey vitleysingurinn bara að grafa sína eigin gröf með þessu, eða heldur hann virkilega að hann auki möguleika sína úr engu með svona skoðunum á kynlífi Iceprincess?
Nafnlaus sagði…
Þetta er ekki bara algjört virðingarleysi við konuna hans heldur einnig þig. En ég er ekki giftur né í sambandi - ef þú vilt bjóða mér ;) Tigurinn@gmail.com

Vinsælar færslur