Pælingar

Ég er að farast úr allskonar pælinum þessa dagana.

Það nýjasta nýtt, afhverju er öll erting við eyrun svona kynæsandi?
Fyrst og fremst auðvitað út af því að í eyrunum eru fullt fullt fullt af taugaendum sem leiða út um allt í líkamanum.
Ég hef heyrt því fleygt því fram að í eyranu séu flestir taugaendar líkamans saman komir, að snípnum frátöldum. Og að það geti verið hættulegt að gata ofarlega í eyrað, því það gæti haft verulegar afleiðingar. S.s. lömun í andliti. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, svo þetta getur verið alrangt. Ef einhver veit betur, endilega leiðréttið mig.
Mín kenning: Í ofanálag við þetta allt saman, þá heyrir maður með eyranu og mjög margir örvast mikið við hljóð, þar á meðal ég. Svo þegar leikfélaginn er að kyssa, bíta, narta eða sleikja eyrun og eyrnasnepilinn þá kemstu ekki hjá því að heyra andardrátt viðkomandi, sem oftar en ekki gefur til kynna að hann sé æstur.
Þungur og ör andardráttur gefur auðvitað sterklega til kynna að viðkomandi sé graður og þegar maður heyrir hann í návígi og finnur hann á eyranu fær maður hann beint í æð. Og það fer beinustu leið niður í píku hjá mér.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Eyrun geta verið gríðarlega æsandi.
Sú sem ég er að leika við núna verður allveg brjáluð ef nartað er í snepilinn og kysst og nartað í hálsin undir og í kring.
Gæsahúð um allann líkamann og kynsvörunin eftir því :-)

Fyrrverandi var hins vegar ekki mjög næm þarna þannig að þetta er náttúrulega mismunandi eins og með önnur svæði. Sjálfur er ég svag fyrir þungum andardrætti og bældum stunum í eyrað en ekki eins mikið fyrir nart eða kjams :-)

Vinsælar færslur