Long time no blogg

Ég nenni ekki að afsaka mig fyrir það hve langt er síðan ég bloggaði síðast, heldur ætti fólk að fagna því að ég sé komin aftur.

Ég er með smá hugleiðingu til minningar um fangann sem framdi sjálfsmorð á Litla Hrauni um daginn.

Afhverju?

Jú, hann var fyrsti kærastinn minn.

Það var kannski ekki mikið um tilfinningar okkar á milli, en við vorum skotin hvort í öðru. Þarna var barnsleg forvitni unglingsáranna sem réð ríkjum og falleg sveitarómantík. Strokur þegar enginn sá til og laumuspil með kossum og keleríi úti í hlöðu.
Hann kveikti neistann sem seinna varð að báli í mér.

Lengi vel taldi ég hann ekki með inni á listanum yfir þá sem ég hef verið með í kynferðislegum skilningi, því jú, ekkert gerðist nema smá káf og kossar. Við gengum aldrei alla leið og þess vegna taldi ég hann ekki nógu merkilegan, hélt að hann skipti engu máli.
En þar held ég að ég hafi vanmetið hann. Hann var í raun upphafið af þessu öllu saman.

Ég held að hvolpaástin sé vanmetin. Oft er hún einlægust og sárust. Með henni þreyfa einstaklingar fyrir sér í blindni ókönnuð svæði, tilfinningalega og líkamlega. Með henni er unglingunum kastað út í djúpu laugina og gefin nasaþefur af leikjum fullorðinna.

En hver man ekki eftir þessum fallegu stolnu stundunum?

Hvíl í friði kæri vinur



Ummæli

Nafnlaus sagði…
Velkominn aftur.

Falleg og góð hugleiðing. Man eftir svipuðu með fyrstu ástina :-)
Nafnlaus sagði…
Velkomin aftur! Ekki láta líða svona langt þangað til þú bloggar næst!

Það er tvennt sorglegt við það sem þú skrifar um.Í fyrsta lagi að strákurinn var inni á Litla-Hrauni. Það er alltaf sorglegt þegar fólk endar þar.
Ennþá sorglegra er þegar fólk ákveður að taka eigið líf. Áhrifin sem slíkur verknaður hefur á fólkið í kring eru óhugguleg.

Er ekki einmitt málið að fyrsta ástin og fyrsta fiktið er það sem neglir sig fast í meðvitundina og á þátt í að móta hver við erum?
Eirikur sagði…
Fallegar stolnar stundir

Vinsælar færslur