100.000

Ég kíkti á teljarann og hann er kominn yfir 100.000. Mér finnst það nokkuð gott. Það má kannski segja að 1/3 íslendinga hefðu kíkt einusinni á bloggið mitt, en það væri ekki allur sannleikurinn.

Það er ótrúlegt hve mikil áhrif 3 orð geta haft á eina manneskju.
Þessi 3 orð sem ég á við eru: viltu ríða mér. Þetta kveikti allavega í kærastanum mínum og fljótlega vorum við komin á skrið.
Undanfarið hef ég bara viljað ríða, ríða lengi, ríða hratt, ríða fast, ríða djúpt, ríða harkalega, ekki til þess að fá það, heldur bara til að ríða.
En í gærkvöldi vildi ég fá það. Kærastinn minn settist að milli fóta mér og fór að putta mig og gæla við mig eins og hefur virkað best hingað til.
Það var æðislegt!!!
Hann er farinn að geta spilað á mig eins og hljófæri og ég engist um í takt við það sem hann gerir. En eins og kemur stundum fyrir, þá kom fullnægingin ekki. Ég reyndi að laða hana fram og hann reyndi það en ekkert gekk.
Þetta endaði með krampa, of mikið áreiti eða eitthvað álíka. Ég fæ stundum svona krampa og þeir svipa oft mikið til kröftugra fullnæginga og kærastinn minn hefur oft tekið þessa krampa einmitt sem fullnægingar. En þarna las hann mig eins og bók. Hann vissi að ég hafði ekki fengið það án þess að ég þurfti að segja honum það. En það besta var að hann var ekkert að pressa á mig að reyna meira.

Í dag var ég helaum en það eru bara leifar eftir gott gærkvöld.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hey, cool síða hjá þér, margt fróðlegt og ég tengi við helling

keep up the good work
kv, Hekate

Vinsælar færslur