Að kaupa eða selja kynlíf

Ég fékk spurningu í gegnum kommentakerfið 8. nóvember, hún er svohljóðandi: Langar bara að spruja þig að ganni...myndir þú einhverntíman borga fyrir kynlíf? eða þiggja greiðslu? kannski geturu bloggað um þetta?

já, ég ætla aðeins að blogga um þetta. Þetta er skemmtileg pæling.

Vændi er talin vera ein elsta atvinnugrein mannkynsins og í gegnum tíðina hafa vændiskonur haft misjafna stöðu milli mismunandi samfélaga. Allt frá því að vera dýrkaðar og dáðar upp í að vera, það sem við þekkjum í dag, fyrirlitnar.
Í einhverju samfélagi endur fyrir löngu var öllum ungum stúlkum gert að fara í eitthvert hofið og bjóða þeim mönnum sem þangað koma líkama sinn sér til ánægju. Þetta áttu þær að gera áður en þær giftust til að hafa reynslu að færa tilvonandi manni sínum. Í öðru svipuðu samfélagi bar konum að fara einusinni á ári í hof nokkurt í sama tilgangi og þær fyrri. Þarna voru þessar konur virtar og ekkert þótti óeðlilegt við að þær biðu ókunnugum körlum að njóta sín.
Í Grikklandi til forna máttu menn hafa samræði við drengi gegn því að gefa þeim gjafir.

Mér persónulega finnst vændi ekki slæmt þannig séð. Ef að það fólk sem er í vændi í því af fúsum og frjálsum vilja, en ekki af sárri neyð eða neytt til þess. Aftur á móti ef að fólk neyðist til að stunda vændi af því að það nær ekki endum saman eða er neytt í vændi af einhverjum öðrum, þá er það ekki fallegt. Undir þeim kringumstæðum get ég ekki ímyndað mér að veitandinn eða þyggjandinn njóti þess til fulls.

Svo ég svari spurnigunum. Myndi ég kaupa vændi? Ef satt best skal segja langar mig það pínu þegar og ef ég fer til Amsterdam. En þá bara út af kikkinu. Þá myndi ég annaðhvort kaupa karlmann fyrir mig, sé svoleiðis í boði, eða konu fyrir kærastann minn. En hérna á Íslandi dettur mér það ekki í hug. Hérlendis er vændi svívirðilega dýrt og fyrir utan það þá hef ég enga þörf fyrir svoleiðis.
Myndi ég fara út í vændi? Það hefur verið pínu fantasía hjá mér að kærastinn minn selji mig. Hérna áður átti ég líka þá fantasíu að selja mig og þá leit ég á mig sem söluvöru og fannst það hot. En til að græða pening á? Ég efast stórlega um það. Kannski ég myndi gera svoleiðis ef ég væri á lausu og til í að hitta hvern sem er fyrir drátt... Sem hingað til hefur ekki gerst.

Eins og svo margir segja, ef maður getur grætt á því sem manni finnst gaman, afhverju ekki að gera það?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég held það sé í Danmörku þar sem fatlaðir fá niðurgreiðslu frá ríkinu til kaupa á vændi.

Þetta er að mínu mati mjög sniðugt þar sem þeir sem fatlaðir eru hafa sömu hvatir og við hin en eiga erfitt með að fá einhvern til að fullnægja sér.

Slíkt getur m.a. skapað aukið þunglyndi og vanlíðan.
Nafnlaus sagði…
Skemmtilegt blogg hjá þér..og skemmtileg nálgun....

VAr inn á einkamalum um daginn og að ganni sendi ég póst til vændiskvenna...verðið var 20-25 þús fyrir klukkutímann!!!!

agætis tímakaup það...

Held að maður myndi nú frekar kaupa sér eitthvað annað fyrir peninginn samt...

p.s. gaukaði aðþér inn msninu mínu á einkamálum...hef lesið síðunnia þína lengi og haft gaman af...væri gaman að sjalla við ykkur
Nafnlaus sagði…
meiri gaukurinn!
Nafnlaus sagði…
Mér finnst þetta sniðugt hjá dönunum. Kynhvötin er ein af grunnhvötunum og að fá ekki almennilega útrás fyrir hana getur tekið mikið á sálarlífið. Spáið í hvað það væri hægt að spara mikið í geðheilbriggðisþjónustu ef að kynlíf væri niðurgreitt af ríkinu?

Það er margt inní þessu sem þarf að huga að. Ég held að ef að vændi væri talið alvöru atvinnugrein þá væri þetta mun auðveldara bæði fyrir kaupendur og seljendur. Vændiskonur hefðu ákveðinn rétt, t.d. ef um misnotkun eða nauðgun væri að ræða. Reglulegt heilbrigðistékk o.s.fr.

Vinsælar færslur