Prófin nálgast

Já, ef ég hef ekki sagt ykkur það þá er ég byrjuð í námi. Er í HÍ á fyrsta ári og stefni á mikla frægð frama meðal menntaðra manna... Eða eitthvað svoleiðis.

Núna eru prófin að nálgast og allir eru rosalega uppteknir af því að læra og sinna nánast engu öðru. Ég er engin undantekning á því.
Ég er samt fegin að vera ekki eins og ein stelpa sem ég kannast við. Þegar mikið var um að vera í skólanum og hún þurfti að vera að læra, skrifa ritgerðir eða sinna náminu af miklum móð helltist jafnan yfir hana svo mikil gredda svo hún hreinlega varð viðhorfslaus, nema hún gerði eitthvað í því.
Veit til þess að yfir einni ritgerð fróaði hún sér fjórum sinnum til þess eins að geta haldið einbeitingunni á ritgerðinni. Ég held að þetta sé ákaflega tímafrekt vandamál og miðað við þetta þá er ég alveg sátt við að fá bara frunsu af prófstressi.

-Ein með frunsu

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Eins gott að greddan komi ekki yfir gelluna í miðju prófi! ;)
Nafnlaus sagði…
Iss þá er það bara fjarstýrt egg... :P

Vinsælar færslur