Ólæsi

Ég held að netverjar þjáist af ólæsi. Eða þá að þeir lesi það sem þeim hentar á þeim miðlum sem lúta að samskiptum kynjanna.

Hreint út sagt er ég með auglýsingu inni á miðli einum sem margir þekkja. Þar auglýsi ég eftir spjalli við einstaklinga sem hafa áhuga á BDSM. Með tíð og tíma gæti ef til vill eitthvað gerst meira.

Undir niðri er ég að leita mér að sub sem gæti orðið minn til frambúðar. En fyrst og fremst er ég að leita að félagsskap og spjalli. Ég vil kynnast einstaklingum sem geta opnað augu mín enn frekar hvað varðar BDSM. Einstaklingum sem geta víkkað sjóndeildarhringinn minn.
Það sem lesendur auglýsingarinnar minnar fatta ekki er að BDSM er ekki atburðurinn, sessionið, leikurinn hverju sinni.
Það er allur pakkinn!
Samband drottnara og undirgefins, samband tveggja einstaklinga. Samskiptin þeirra á milli. Samskiptin eru í raun stærsti og mikilvægasti þátturinn í BDSM samböndum. Séu þau ekki góð, skilji einstaklingarnir ekki hvorn annan gengur þetta einfaldlega ekki upp. Það að finna góðan leikfélaga fyrir BDSM er ekki ólíkt því að finna hina fullkomnu kærustu eða kærasta. Fólk verður að smella saman eins og innstunga og kló. Þess vegna getur ekki hvaða undirgefinn sem er farið til hvaða drottnara sem er og ætlast til þess að viðkomandi hirti hann. Það getur verið álíka gáfulegt og fara til kvensjúkdómalæknis út af kvefi. Fyrir utan að það getur verið hættulegt líkamlegri og andlegri heilsu viðkomandi. Þess vegna geta einstaklingar hreinlega ekki spurt í þriðja pósti hvort við ættum ekki að hittast og leika. Það er eiginlega óvirðing við þann drottnandi og viðkomandi sjálfan. Heimskulegt segi ég. Ég myndi til að mynda ekki treysta þeim dom sem vildi endilega taka mig í leik eftir aðeins nokkra pósta.... Kannski er það kikk sem einhverjir undirgefnir fá.

Margir vilja líka gleyma því sem lítur að drottnaranum þegar það er talað um svona lagað. Ég hef lítið verið drottnandi á móti því sem ég hef verið undirgefin og hef ekki fyrr en núna gert mér grein fyrir álaginu sem drottnarar verða fyrir. Bæði í leik og samskiptum.

Meira um það seinna....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég held að það sé nú ekki bundið við netverja... Ég er ansi hræddur um að þetta eigi bara við fólk almennt.
Nafnlaus sagði…
Fólk les textann oft en leggur ekki skilning í innihaldið því miður.

En mikið rétt hjá þér - það er púl að vera drottnandi ;-)

Vinsælar færslur