Næturvaktir

Ég er að vinna þannig vinnu að ég tek næturvaktir af og til. Það eru oftast mjög rólegar vaktir, en erfiðar því maður þarf að vaka. Það sem bjargar þeim er að það er sjónvarp hérna og nokkrar sjónvarpsstöðvar.
Eina nóttina sat ég horfði á sjónvarpið með samstarfsfólki mínu. Í imbanum var mjög léleg bíómynd með óvenjulega lélegum leikurum en mjög mörgum og löngum ástar/kynlífssenum. Ég verð að viðurkenna að ég hitnaði svolítið yfir þessari mynd og var eiginlega orðin hrikalega gröð yfir henni. Það var greinilegt að fleiri voru orðnir graðir yfir myndinni svo andrúmsloftið varð frekar einkennilegt. Alls ekki á slæmann hátt... En samt mjög einkennilegt.

Ummæli

Vinsælar færslur