ó-skemmtilegir staðir

Ímyndið ykkur fallega rómantíska og heita senu í bíómynd. Aðal gaurinn og aðal gellan eru að ganga niðri á strönd og allt í einu grípur ástríðan þau svo þau standast ekki málið, henda sér í sandinn og byrja að elskast.
Ferlega flott er það ekki?

Ég persónulega myndi ekki vilja vera í þeirra sporum... Nema hafa stórt teppi undir mér.

Að gera'ða í guðsgrænni náttúrunni, stelast inn í næstu hlöðu eða einmitt fara á ströndina eru staðir sem hljóma gegt rómantískir og heitir. En þegar þið prófið þá þá eru þeir það kannski ekki alveg.

Niðri á strönd: Þú getur verið heppinn að það sé sandströnd og kannski ertu erlendis þannig að þú drepst ekki úr kulda. En inn á milli geta verið steinar og það er ekki gott. Síðan skaltu passa það að vera ofaná!! Það er mjög mikilvægt því sandur fer allsstaðar. Til að byrja með fer hann í öll fötin manns. Hann fer í handakrikann, upp á milli rasskinnanna, inn í eyrunn, milli tánna, allra heilögustu staðir sleppa ekki. Ef þú passar þig og ert ofaná færðu sandinn mögulega bara á hnéin og í fötin. Annars geturu verið að finna sand á ýmsum stöðum leeeengi á eftir.

Í guðsgrænni náttúrunni: Hljómar vel ekki satt? Maður finnur sér græna laut og hendir sér í mjúkt grasið og sleppir fram af sér beislinu.... grrr... En það geta verið steinar í grasinu. Og það er ekki allsstaðar hægt að koma sér þannig fyrir að enginn sjá mann. Nema það sé það sem maður fílar.
Síðan er það þetta fallega græna gras. Þegar maður er kominn úr fötunum á það einmitt til að borast upp í rassinn á manni og límast við mann. Þegar maður stendur upp er maður allur út í grasi þar sem maður hefur legið á því. Komin grasgræna hér og þar og mögulega í fötin manns og til að kóróna allt er maður með för út um allan líkamann eftir grasið. "Afhverju ertu svona röndótt á bakinu?"

Í heyi: Hey dúar skemmtilega undir manni. Það er mjúkt og þæginlegt og auðvelt að gleyma sér í því. En þegar fötin eru fokin stingur heyið töluvert meira heldur en nokkur lopapeysa. Og það klístrast við mann allsstaðar. Þegar maður er staðinn upp, ef maður endist eitthvað lengi, er maður allur út í förum eftir það, og mögulega rispaður hér og þar líka. Það er ryk(margir eru með ofnæmi fyrir rykinu af heyinu) og hey í hárinu. Ef maður er í lopapeysu, eða flíspeysu eða prjónaðri peysu er hún líka öll út í heyi og það er hægara sagt en gert að ná því úr. Heyið er samt ekki eins slæmt og sandurinn að fara á alla mögulega staði.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það má líka benda á að í grasi leynast ýmiskonar skriðkvikindi sem sýna ekki þá kurteisi að halda sig í burtu meðan leikar standa sem hæst.
Prinsessan sagði…
Gleymdi að segja að það er nottla hætt að heyja í lausu, allt hey er pakkað í stórbagga eða rúllur... Það er einhvernveginn ekki eins sexý.
Nafnlaus sagði…
Ég prófaði heitann pott einu sinni. Það var frekar stöm lífsreynsla, veit ekki hvort mig langi til að reyna heitan pott aftur.

Svo er náttúrulega Bláa Lónið sívinsælt. Hefur einhver prófað það hérna?

Vinsælar færslur