Ending

Ég veit ekki hvort ég hef bloggað um þetta áður, en í samræðum við einn strák á msn kom þetta umræðuefni upp.

Það þykir hipp og kúl og töff að vera maður sem endist vel. Með úthald upp á margra klukkutíma reið svo það geti nú verið gaman saman nógu andskoti lengi.
En er það kostur eða galli að hafa svona mikið úthald?

Persónulega finnst mér það galli. Of langar ríðingar eru bara leiðinlegar. Þegar maður er búinn að vera að í kannski 40 mínútur að ríða, inn, út, inn, út.. þá einhvernveginn draggast stemmingin bara niður og maður hálfpartinn bíður eftir því að maðurinn ljúki sér nú af. Af því að það er viðurkennt af samfélaginu að það sé nú gott að hafa gott úthald, þá heldur hann kannski bara áfram og er að fíla sig í tætlur að vera svona "góður" í rúminu. Konan er kannski orðin aum, því hún tekur ekki endalaust við þessum núningi. Og maður hefur það einhvernveginn ekki í sér að segja "jæja, eigum við ekki bara að hætta þessu"

Aftur á móti er það jafn stór galli að endast ekki fimm mínúturnar....

Ummæli

Vinsælar færslur