Rakstur

Í gær þegar ég var í sturtu og var að taka til fyrir neðan nafla fór ég að velta því fyrir mér hvenær þetta rakstrar-æði tók völdin. Ég á gamla bók sem talar um "loðna þríhyrninginn", á þeim tíma hefur raksturinn amk ekki verið kominn til sögunnar, aftur á móti man ég ekki eftir að hafa séð klámmynd með loðnum píkum.

Veit einhver hvenær þessi bylgja reið yfir að konur, og karlar líka, ættu að fjarlægja þessi líkamshár?


Meira um rakstur.

Til hvers rakar maður sig? Náttúran hefur skapað mann með þessi hár, svo einhverjum tilgangi hljóta þau að gegna, eða hafa gegnt. Er maður kannski bara að bjóða hættunni heim með því að raka sig? Auka með því líkurnar á blöðrubólgu, sveppum og alls konar rugli... Eða hvað?

Ég persónulega raka mig fyrir mig. Ég nýt kynlífsins betur rökuð heldur en órökuð. Maður er einhvernveginn miklu næmari og örvast meira. Það er auðvitað kostur að þetta æsir líka G upp. Aftur á móti þá finn ég að ég verð að vera betur klædd þegar ég er sléttrökuð heldur en annars, því ég er mun viðkvæmari fyrir blöðrubólgu þegar ég er rökuð....

Ummæli

Vinsælar færslur