Svefnleysi

Hvernig stendur á því að þegar maður ætlar að fara að blogga, þá veit maður ekki hvað maður á að skrifa, en þegar ekki stendur til að blogga þá er maður með fullt af hugmyndum.

En ég ætlaði að skrifa um svefnleysi. Undanfarið hef ég sofið frekar illa. Gengið illa að sofna og svefninn verið grunn og draumlaus. Nema núna í gærkvöldi... Þetta byrjaði eins, ég bylti mér og gekk illa að sofna. Þá fór að sækja á mig kynlífslanganir. Ég hef verið rosalega löt undanfarið að sinna sjálfri mér á því sviðinu og nennti því ekki frekar í gærkvöldi heldur en önnur kvöld. Strauk mér aðeins og hélt að það myndi kannski róa mig, en því var öfugt farið og ég æstist upp úr skónum.. Sem er frekar skrítið því ég var nakin. Ég var orðin rosalega gröð, en gekk illa að fá það. Það er ofboðslega pirrandi. Svo ég ákvað að ná mér í titrara. Eftir nokkra leit komst ég að því að það var ekki titrari á svæðinu. Týpískt!!! Þá rak ég augun í sleipiefnisbrúsan sem hefur mjög hentuga lögun. Náði í smokk og smeigði honum á sleipiefnisbrúsan og renndi honum inn í mig... Ef satt best skal segja minnti þetta mig svolítið á gamla daga þegar maður var með augun opin gangvart öllu sem maður gæti notað til þessara athafna og prófaði sig áfram. Fljótlega fékk ég rosalega fullnægingu. Og sofnaði strax á eftir. Vandamálið hafði þá bara verið fullnægingaskortur.

Ég mæli með fullnægingu sem svefnmeðali.

Ummæli

Vinsælar færslur