Einhleyp

Nei, ég er ekki orðin einhleyp. En suma daga hefði ég ekkert á móti því að vera það.
Kostirnir við að vera í sambandi eru margir, fjölmargir... Endalausir: Þú þekkir makann vel og hann þig, þar af leiðandi er kynlífið betra og meira fullnægjandi; þú getur verið þú sjálf/sjálfur í kringum makann þinn án þess að hneiksla hann; þú ert þegar búinn að landa makanum, svo þú þarft ekki að hafa þig til fyrir hann; maki þinn þekkir alla viðkvæmu staðina á þér, og þarf ekki að leita eða komast að því; maki þinn þekkir jafnframt takmörk þín; maki þinn er til staðar, alltaf.... O.s.fr. Og ekki bara á sviði kynlífsins, heldur öllu lífinu.

En það koma stundir þar sem ég vildi að ég væri einhleyp. Ekki það að ég elska G ekki, heldur þá langar mann stundum bara í nýtt kjöt, eitthvað öðruvísi. Það sem samband býður ekki upp á er: Nýtt kjöt þegar manni langar í það, spennan við að hitta einhvern í fyrsta skipti; tvírætt spjall og daður á öllum vetvöngum sem gæti leitt til einhvers; frjálsræðið til að gera það sem maður vill, þegar maður vill, með þeim sem maður vill án þess að spá í makann; möguleikinn á að það geti orðið eitthvað meira með hverjum sem er; spennan við að sofa hjá einhverjum í fyrsta skiptið; ævintýri eins og ég sagði ykkur frá í gær....

Ég hafði valið og ég valdi G. Flesta daga sé ég ekki eftir því og prísa mig sæla með það sem ég valdi. En suma daga langar mann í hitt og þá er ekkert að gera nema láta sig dreyma.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Takk fyrir skemmtilegar pælingar.

Já þetta eru hinar endalausu hugrenningar okkar um græna grasið hinum meginn við ána :)

Alltaf kostir og gallar sem þarf að vega, meta og njóta.

Hafandi verið einhleypur núna í tvö ár eftir nokkura ára samband sakna ég þess oft að vera í sambandi og það er nákvæmlega út af kostunum sem þú telur upp.

En auðvitað er frjálsræðið oft skemmtilegt líka, geta gert það sem manni sýnist þegar manni hentar og spennan við ný kynni, nýtt blóð og alla rómantíkina við það.

Held samt að þegar öllu er á botnin hvolft þá sé fast samband betra svo lengi sem það er þá þokkalega innihaldsríkt. Maður er allavega alltaf að svipast um eftir varanlegum félaga á skemmtilegum grundum skyndikynnana:)

Það er einhvernvegin meira gefandi, meira fullnægjandi að vera í sambandi.

ESS

Vinsælar færslur