Hneyksluð!!

Ég næ ekki upp í nef mér af hneykslan!!
Um daginn(það er að vísu svolítið síðan) var ég að skoða klám á netinu. Á þessari síður er manni bent á að fara hingað eða þangað og skrá sig til að fá frían aðgang að hinni eða þessari síðunni í 1 dag, svona til að prófa. Ég kíkti inn á eina svona síðu og freistaðist til að skrá mig. Þar var ég beðin um að gefa upp kreditkortanúmer, en bara til að vera viss um að ég sé orðin eldri en 18. Ég passaði mig að lesa allt smáa letrið áður en ég ætlaði mér að samþykkja eitt eða neitt. Og hvað haldiði að standi í þessu agnar smáa pínu litla letri? Ef að viðkomandi aðili tekur það ekki fram að hann vilji ekki kaupa aðgang að síðunni, innan sólahrings frá því að hann skráir sig til að fá frían aðgang að henni, þá verður aðgangseyririnn tekinn út af kreditkortinu. S.s. ef þú vilt prófa er þér það velkomið, en vertu viss um að láta vita að þú viljir ekki kaupa!! Því ef það gleymist, þá er þögn það sama og samþykki og þú ert rukkaður.

Hvað ætli það séu margir sem vilja kíkja og prófa og gleyma að lesa smáa letrið, og eru síðan rukkaðir um eitthvað sem þeir ætluðu sér aldrei að festa kaup á?

Örugglega hellingur!!

Þannig að: Passið ykkur á þessu!!

Ummæli

Vinsælar færslur