Húsþrællinn

Ég var búin að fá mér húsþræl, svona að nafninu til.

Við vorum búin að ræða þetta og hann var búinn að ákveða að taka boðinu sem ég gerði honum. Við vorum meira að segja búin að ákveða dagsettningu. Hann átti að koma, taka til og þrýfa það sem ég segði honum að gera og fara. Ég myndi meta vinnuna og áframhaldið út frá því, með tímanum fengi hann stærra hlutverk, refsingar og leiki. Nema hvað, dagurinn kom og fór, en enginn kom subbinn: Tölvan hrundi og hann gat ekki látið mig vita að hann komst ekki. Taka tvö: Dagur og tími ákveðinn, en 5 mín áður en subbinn átti að koma fékk ég skilaboð á netinu: Kemst ekki af persónulegum ástæðum.

Hann fékk einn séns enn, en það gekk heldur ekki. Hann skrifaði mér að hann gæti hreinlega ekki staðið við samkomulagið og sæi sér ekki fært að gera þetta. Ástæðan sem hann kom með var hreint hlægileg!

Þannig að: Ég á engan húsþræl.

En málið er að ég held að subbar, hverjir sem það eru, gera sér ekki grein fyrir fyrirhöfninni sem fylgir því að fá þá. Maður þarf að hliðra til dagskránni, finna tíma, maður þarf að skapa andrúmsloft og ef það stendur til, þá þarf maður að fara í rétta gírinn, klæða sig upp, mála sig, fara í skónna. Þetta getur verið mikill og tímafrekur undirbúningur, ég hef verið allt að tvo tíma að undirbúa mig fyrir session. Svo ég tala ekki um for-undirbúninginn. Það þarf að ákveða hvað á að gera, hverjar eru skyldur subsins, í hvaða röð hlutirnir eiga að gerast, finna upp á nýrri og spennandi senu til að spila með í hvert skipti.
Þetta er hellings vinna. Á meðan það eina sem subbinn þarf að gera (oftast) er að mæta á svæðið og vera tilbúinn að taka við því sem maður hefur að bjóða.

Persónulega finnst mér að dommar og dómínur eigi rétt á skilyrðislausri virðingu bara fyrir þetta eitt!

Ummæli

Vinsælar færslur