Niðurlæging

Ég er farin að fatta þá niðurlægingu sem allir eru að sækjast eftir. Þegar ég segi allir, þá meina ég alls ekki allir, en mjög margir subbar sækjast eftir þessu.

Eins og ég hef sagt áður þá er ég orðin grófari en ég var, bæði í hugsanahætti, löngunum og framkvæmd. Ég fíla það þegar G slær mig utanundir. Ég meira að segja bið um það. Á sama tíma vil ég vera kölluð drusla og hóra og öllum illum nöfnum. Þetta einhvernveginn kemur mér í sub-stuðið. Ég verð algjörlega að engu, hugurinn verður alveg tómur og allur sjálfstæður vilji hverfur úr mér. Ég þrái ekkert frekar en að kúra upp við G og hlýða öllu því sem hann setur mér fyrir. Ég verð óörugg ef hann hverfur frá mér og ef ég gæti myndi ég eflaust skríða inn í hann. Honum fylgir öryggi og festa sem ég þrái. Ég þarf ekki að hugsa, ég þarf aðeins að fylgja fyrirmælum og gera. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér finnst ég ekki þess virði, en á sama tíma líður mér betur en nokkurntíman.

Ummæli

Vinsælar færslur