Fegrunaráhrif greddu!

Ég hef oft verið gröð undanfarið, en sjaldan fengið það sem mig langar. Núna um daginn var ég afskaplega gröð og var eitthvað að fylgjast með G þar sem hann var við vinnu sína. Mér fannst hann fjallmyndarlegur. Ég dáðist að honum og langaði helst (auðvitað) að éta hann lifandi.
Eitthvert kvöldið nokkrum dögum seinna, varð ég aftur gröð og tók eftir því að mér fannst G alveg sérstaklega aðlaðandi. Þá fyrst tók ég eftir því að mér virðist G vera fallegri/myndarlegri en ella þegar ég er gröð. Ég get alveg hreint fullyrt það að hann fríkkaði ekki akkúrat þegar ég var gröð og varð ljótari þess á milli, heldur þá höfðaði hann einhvernveginn betur til mín. Ég sá hann í öðru ljósi og fannst hann beinlínis ákjósanlegri, fallegri og girnilegri þegar ég var gröð.

Ég hugsa að þetta sé ein leið náttúrunnar til að fjölga mannkyninu. Greddan hefur einhverskonar fegrunaráhrif á það sem maður sér í kringum sig, sem þýðir að maður er þá líklegri til að sofa hjá einstaklingi sem maður myndi ef til vill ekki sofa hjá annars.

Ummæli

Vinsælar færslur