Fróun og truflun

Í gærkvöldi var G of þreyttur til að leika. Nokkurnveginn; hann var sofnaður um leið og hann lagðist út af. Ég ákvað þá að gera eitthvað í mínum málum. Teygði mig í dót og sökkti mér ofaní fantasíu, og gekk alveg bærilega. Þá fór G að hrjóta!!! Og það voru ekki litlar hrotur! Ég hnyppti í hann til að hann myndi snúa sér og (vonandi) hætta að hrjóta. En nei! Hann misskildi þetta eitthvað og tók þá utanum um mig. Svona eins og kolkrabbi. Höndin fót utanum axlirnar á mér og fótur upp á maga. Þannig að ég var pikkföst. Ég ýtti honum ofanaf mér með herkjum og hélt áfram. Og þurfti auðvitað að byrja frá grunni. Hann fór þá að bylta sér eins og hann fengi borgað fyrir það. Bylti sér á svona 20 sekúndna fresti... Það var vægast sagt truflandi því ég gat enganveginn notið mín almennilega og dottið ofaní fantasíuna aftur. Fyrir utan að hann var alltaf að rekast utaní mig og það var óþolandi. Ég var alltaf að koma mér í nýja og nýja stellingu og, eins og áður sagði, byrja nánast frá grunni í hvert skipti. Við bættust svo hroturnar.... Úff... En þetta hafðist að lokum!!

Ummæli

Vinsælar færslur