Kynfæri

Píka, pjalla, pjása, budda, rifa, skora, dalur, hellir, kunta og ég veit ekki hvað og hvað kvenmannskynfærin hafa verið kölluð í tímans rás. Besta orðið af þessum finnst mér vera kunta, en það er samt einhvern veginn asnalegt. Píka er án efa mest notaða orðið í íslensku í dag og þegar ég var lítil var talað um pjölluna eða pjásuna.

En það sem mig langar mest að tala um er útlitið. Ég þarf án efa ekki að lýsa þessu kynfæri nákvæmlega, en mig langar að vita; Hvað er falleg kunta? Maður hefur heyrt af allskonar útfærslum á þeim. Mis stórir ytri barmar, stórir ytribarmar, litlir ytri barmar, mis stórir innri barmar, innri barmar sem eru það stórir ná niður á milli ytri barmana, litlir innri barmar, stór snípur, lítill snípur, skakkur snípur..... Endalaust.
Eflaust finnst hverjum sín kunta, eða kunta sinnar heittelskuðu fallegust. Ekki það að ég viti neitt um það.
Sjáfri finnst mér mín kunta vera mjög sæt, falleg jafnvel. Ég myndi samt ekki fara að setja hana í einhverja fegurðarsamkeppni eða fyrir dóma. Hún er eins og blóm sem liggur í dvala, þar sem krónan er lokuð, frjósöm og safarík og á hárréttu augnarbliki opnar hún sig og er tilbúin til að gefa öðrum unað og veita mér sjálfri ólýsanlegum unaði og sælu. Hún er besta kunta sem ég hef átt!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mér finnst píka besta orðið og kunta í öðru sæti. Heyri samt alltaf í undirmeðvitundinni hið ljóta blótsyrði "fu***** cunt" þegar ég heyri eða nota orðið kunta og það truflar mig svolítið.

Auðvitað þykir manni píkan á sinni elskuðu alltaf fallegust og þær eru sannanlega misfallegar en ég er samt alfarið á móti þessari píkuútlitsvæðingu sem er í gangi í dag.

Hlutlaust, þá eru náttúrulega fallegustu kvenmannskynfærin þau sem eru með innri barma sem eru í hæfilegri stærð miðað við ytri barmana og ytri barmarnir ekki of "bólgnir" (það sem stundum er kallað stútskuð og er ekki fallegt orð) og snípurinn hlutfallslega í jafnvægi.
En að því sögðu finnst mér síðir innri barmar alls ekkert ljótir og mjög sorglegt að stelpur séu að láta minnka þá með skurðaðgerð ef þeir eru ekki líkamlega óþægilegir.

Nauðsynlegt að hárvexti sé haldið í skefjum, mín vegna þarf hún ekki að vera rökuð en vel snyrt og ekki mjög hærð er fallegast.

Sem aðdáandi kvenlíkamans finnst mér allar píkur fallegar þó auðvitað séu þær misjafnar.

Kv ESS

Vinsælar færslur