Meira um fróun

Þegar ég hugsa til baka þá hefur fróunartækni mín breyst rosalega eftir að ég byrjaði með G. Áður en við byrjuðum saman átti ég það til að fróa mér nokkrum sinnum yfir kvöldið. Ég byrjaði snemma, tók til allt það dót sem ég ætlaði að nota, eða átti, las sögu eða horfði á mynd og dundaði mér við að örva og æsa sjálfa mig upp, gaf mér tíma og dró fróunina á langinn. Notaði öll þau tól og tæki sem ég átti til og naut þess í botn að vera með sjálfri mér og spila á minn eiginn líkama.
Ég geri þetta ekki lengur. Ég tek mér ekki tíma til að sinna sjálfri mér. Það sem ég geri er það að ég býð eftir að G er sofnaður, eða þangað til hann er farinn einhvert, því nærvera hans truflar mig. Síðan byrja ég með fingrunum að gæla við mig. Ef að sú örvun er ekki nóg næ ég í dót til að auka á örvunina. Ég dreg fullnæginguna ekki á langinn, heldur þvert í móti. Ég býð þolinmóð eftir henni, stundum flýti ég mér, stundum ekki, en ég leyfi henni alltaf að koma um leið og hún getur.
Lengi vel þá fróaði ég mér ekki yfir höfuð... Mér fannst það hálf asnalegt að vera að fróa sér þegar maður hafði mann til að sinna sér. Og ef hann gat eða vildi ekki sinna mér þá beið ég eftir því að hann gæti eða vildi það. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu heimskuleg hugsun þetta er!! Hver og einn ber ábyrgð á sinni eigin kynferðislegu útrás, hvort, hvenær og hvernig hún er. Ég er búin að ákveða að hér eftir muni ég stunda meira kynlíf með sjálfri mér. Það er enginn eins góður í rúminu og ég! Eða það finnst mér amk.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, áhugaverð færsla og minnti mig á það að ég hefði einhverntímann kommentað á þessum nótum hjá þér og eftir smá leit fann ég kommentið en það er frá færslu hjá þér um fantasíur þann 13. október síðastliðinn.

Þar sagði ég:
"...Annað sem gaman væri að sjá pælingar frá þér er munur á sjálfsfróun þegar maður er í sambandi og svo ekki.
Finnst einhvernveginn að þegar maður er með fastan leikfélaga eða er í föstu sambandi og er því með reglulegt kynlíf þá verður sjálfsfróunin öðruvísi en þegar maður er ekki í neinu sambandi.

Þegar maður veit af því að í kvöld eða á morgun eða næsta dag á að hittast til að ríða og verður graður þá beinist sjálfsfróunin eingöngu að því að fá það sem fyrst, bara klára og málið dautt fram að kynlífinu þar sem hlutirnir eru svo teknir í ró og næði og með einbeitningu.

Hins vegar þegar maður veit ekki hvenær maður kemur til með að stunda kynlíf með öðrum næst verður sjálfsfróunin mikið afslappaðri, tekur sér nógan tíma og fantaserar út um allt og treynir fullnæginguna meðan að í fyrra tilfellinu er kannski bara stokkið í tölvuna og valið gott klámatriði til að ná sem mestum æsing og stystum tíma..."

Skemmtilegt, sniðugt og satt niðurlagið í þessari færslu um loforð um að stunda meira kynlíf með sjálfri þér því það sé í raun enginn eins góður í rúminu :)

Frábærlega orðað hjá þér og hversu gott er ekki að vera svolítið sjálfkynhneigður, ég ætla að taka þetta til fyrirmyndar :)

kv. ESS

Vinsælar færslur