Ókostir lausaleiks

Ég er að komast að því þessa dagana hvað það getur verið mikill ókostur að hafa sofið hjá hinum og þessum. Ég get samt ekki sagt að það sé beint galli, heldur ókostur. Maður býr í tiltölulega litlu sveitarfélagi og fyrst þegar ég flutti hingað svaf ég hjá nokkrum einstaklingum í sveitafélaginu, þó svo að það hafi nú sjaldnast verið sofið. Í dag eru þessir einstklingar ekki endilega í lykilstöðum í sveitafélaginu, en það gæti orðið svo að ég þyrfti að leita mér þjónustu til þeirra. Í lang flestum tilfellum skildi ég við hjásvæfur mínar á góðum grunni. Oftast dalaði áhuginn á samvistum út, en stundum endaði ég það og stundum var það viðkomandi aðili. Ég man eftir einu skipti sem sambandið, ef samband mætti kalla, endaði heldur klaufalega. Ég hef ekkert séð eða hitt viðkomandi aðila eftir þetta. Nema hvað, núna um daginn komst ég að því að þessi aðili er búinn að stofna fyrirtæki á svæðinu sem gengur víst bara vel, og það er aldrei að vita nema maður þurfi að eiga viðskipti við hann.... Úff...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jemm kannast líka aðeins við þetta :)
Bý líka á tiltölulega litlum stað út á landi og maður rekst reglulega á fyrrum hjásvæfur.

Ég hef nú verið svo heppinn að í flest (öll nema eitt) skiptin hefur sambandið (kannski ekki hægt að kalla samband nokkrar hjásvæfunætur) fjarað út eða hætt í góðu þannig að þá verður það ekki vandræðalegt eða slæmt að hittast aftur á förnum vegi.

Þarf mjög reglulega að vera í sambandi við eina nokkurra nátta "kærustu" og það gengur vel og er í raun ánægjulegt að spjalla við hana enda vitum við bæði að samband er úr sögunni en þekkjum hvort annað samt orðið ágætlega.
Hef meira að segja boðið henni í partý og það gekk að óskum :)

Þú segir að þú hafir í flestum tilfellum skilið við hjásvæfurnar í góðu og þá ætti þetta ekki að verða vandamál, aðlatriðið er að verða ekki vandræðaleg sjálf heldur láta sem þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi og þá líður gaurunum vel með það.

Held að strákar séu oftast þannig að þegar fyrrum hjásvæfa (sem skilið hefur í góðu) er voða kammó og eðlileg ef þau hittast aftur þá verður hann ánægður öruggur með sjálfan sig því hann telur að viðmótið núna endurspegli það sem gerðist í sambandinu/næturhittingnum án þess að gaumgæfa það mikið nánar.

Versta martöð stráka er orðspor um að hafa ekki staðið sig sem skildi og ef þeir finna þá ógn ekki steðja að þá eru þeir viðráðanlegir og samtalsfúsir :)

Kv ESS

Vinsælar færslur