Samkynhneigð

Ég hef verið að velta samkynhneigð svolítið fyrir mér. Núna lifum við í samfélagi sem flokkar saman karla með körlum og konum með konum; íþróttum er skipt upp í kvenna og karla, föt eru kvenna eða karla, litir eru annaðhvort stelpu eða stráka, leikir eru stelpu eða stráka... Það má endalaust telja svona áfram. En samt þykir það oft óeðlilegt að karlmaður vilji vera með karlmenni og að kona vilji vera með konu.

Það er samt ein pæling sem hefur átt hug minn undanfarið. Ég veit að þetta er eitthvað sem mjög margir hafa spáð í. Hvernig er fyrir samkynhneigðan einstakling að nota almenna búningsklefa? Eins og í sundi?

Ég spurði vin minn, sem er þannig þenkjandi, að þessu. Hann sagði að þetta væri mjög mismunandi á milli einstaklinga. Fyrir karlþjóðina væri þetta kannski ekki eins einfalt og fyrir konur. Því, jú, sumir karlmenn fá standpínu mun auðveldar en aðrir. Þannig að það gæti verið mjög pínlegt fyrir samkynhneigðan karlmann að fara í t.d. sund, þar sem hann yrði að vera nakin innan um aðra karlmenn og ætti það á hættu að fá standpínu þar.
Ekki hafði ég hugsað þetta þannig. Ég, með minn sora haus, hélt að það væri bara partý að fyrir samkynhneigðan karlmann að fara með öðrum karlmönnum í klefa.
Ég held aftur á móti að það sé ekki eins hjá konum. Kynferðisleg örvun konunnar er ekki eins áberandi og hjá körlum, svo það gætu alveg verið að laumast til að horfa á aðrar konur í klefanum. Maður ætti kannski að fara að hafa augun meira hjá sér...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Skemmtilegar pælingar.

Þegar maður hugsar um það þá er einmitt ekki víst að það sé svo mikil paradís fyrir samkynhneigða(sérstaklega karlmenn) að vera í búningsklefa/sturtu með fullt af öðrum af sama kyni.
Ég get allavega ímyndað mér hvernig maður yrði að baða sig í almenningssturtu með því kyni sem maður laðast að. Held að maður yrði vandræðalegur og myndi flýta sér, jafnvel þó engin vissi af því.

Þó að maður setji sig í hlutlausan og sé ekki í neinum kynferðislegum pælingum þá er alltaf grunnt á því ef maður sér einhvern aðlaðandi eða spennandi.

Þetta er líka örugglega erfitt á minni stöðum þar sem allir þekkja alla að vera samkynhneigður og fara í almenningssturtu með öðrum og þá meina ég fyrir báða aðila, fyrir aðra að hafa á tilfinningunni að sé verið að horfa á þá kynferðislega og fyrir þann samkynhneigða að vanda sig við að horfa ekki eða leiða hjá sér það sem hann sér.

Verð að viðurkenna að ég hef aldrei pælt í því í sturtu í sundi hvort einhver gæti verið að horfa á mann kynferðislega en mér væri svo sem nokkuð sama þar sem ég hef engan áhuga á sama kyni.

Þarf að spyrja kunningja minn sem er hommi úr í þetta næst þegar ég hitti hann en þegar ég hugsa til baka þá stundaði hann allavega ekki sund eða aðrar almenningssturtur áður en hann flutti suður.

Kveðja ESS

Vinsælar færslur