Svefnleysi

Undanfarið hef ég ekki getað sofnað á kvöldin. Ég ligg andvaka tímunum saman, að mér finnst, tel kindur, geri slökunaræfingar og hugleiðslu, en ekkert virkar almennilega. Sofna svo fyrir rest og get síðan ómögulega vaknað morguninn eftir. Þetta er hundleiðinlegt. Einhver sagði mér samt einhverntíman að það að fróa sér er eitt besta svefnmeðal sem til er. Þannig að ég prófaði eina nóttina þegar ég lá andvaka. Ég var ekkert gröð fyrir, en vann mig upp í greddunni og fróaði mér með góðum árangri. Ég steinsofnaði fljótlega eftir og svaf mjög vel. Síðan þá hef ég notað þessa aðferð með góðum árangri. Þar af leiðandi þá fróa ég mér mun oftar en ég gerði, sem er bara gott!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já ég heyrði þetta líka fyrir margt löngu og hef oft notað með góðum árangri :)

Kv ESS

Vinsælar færslur