Tónleikar

Ég fór á jólatónleika um daginn. Þar var, á meðal margra annarra, Egill Ólafsson.
Ég hef oft látið það út úr mér að ég dýrka þennan mann!! Á allan hátt. Og meina það líka. Það er eitthvað við hann sem heillar mig algjörlega. Hann er svo karlmannlegur og ákveðinn á svip. Hann er svo sjálfsöruggur í fasi. Hann hefur alltaf eitthvað að segja og hrýfur mann með sér í frásögnum. Hann er svo hæfileikaríkur og nýtur þess svo að syngja og koma fram. Röddin í honum er dáleiðandi, svo hljómmikil. Ég myndi pott þétt sofa hjá honum!!

Eða kannski ekki.

Gallinn við að eiga sér einhvern draumaprins sem maður dáist að úr fjarska er sá að maður hefur byggt upp loftkastala um hvernig kynlíf væri með viðkomandi aðila. Hvað ef hann er svo ekkert með hæfilega stórt tippi? Hvað ef það er bara lítið og pervisið? Hvað ef hann er ekki sá herramaður sem maður gerir hann að í fantasíunum? Hvað ef hann er hreinlega lélegur í rúminu? Er það eitthvað sem maður vill komast að?
Ég veit ekki með Egil, en ég myndi ekki vilja sofa hjá Brad Pitt. Ég vil frekar dást að honum úr fjarska og láta mig dreyma.

Annars þá heyrði ég þá sögu um Egil að hann ætti það til að sofa hjá stelpum á hótelherbergjum hér og þar um bæinn og yfirgefa svæðið fljótlega þegar allt er yfirstaðið og skilja þær eftir með reikninginn.

Ummæli

Vinsælar færslur