Er G-bletturinn til í alvörunni?

Las þessa frétt í gær. Í stuttu máli: Einhver fann upp G-blettinn. Einhver annar rannsakaði hann mikið. Einhver allt annar rannsakaði og komst að því að hann væri ekki til. Auðvitað voru hinir sem höfðu rannsakað hann fyrst ekkert sáttir....

Ég sjálf hef aldrei fundið þennan eiginlega G-blett hjá sjálfri mér. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann sé hreinlega ekki til. Held frekar að þetta byggist á stigi örvunar og tækni hjá manni sjálfum eða rekkjunautinum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það er kannski ástæðan fyrir því að mörgum karlmönnum finnst G-Bletturinn vera út um allt! hehe...
Nafnlaus sagði…
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, en förum við ekki að fá sögu bráðum?

Vinsælar færslur