Könnun

Ég heyrði áðan í útvarpinu af könnun. Hún var á þann veg að fólk var spurt hvað þyrfti til þess að það myndi ekki stunda kynlíf. Ég náði þessu ekki alveg, hvort var þá átt við kynlíf yfir höfuð allt sitt líf, eða bara tímabundið. Fólk mátti svara eins og því lysti og lang flestir, bæði konur og karlar svöruðu því að rómantík væri það sem þyrfti til þess að það myndi ekki stunda kynlíf. Á eftir rómantík kom splúnku nýr BMW og facebook, þar á eftir komu svo aðrar neysluvörur, flatskjár(hjá körlum), súkkulaði, áfengi, beikon o.s.fr.

Eins og ég skildi þetta þá var þetta meint þannig að ef þú ættir að velja eitthvað kynlífinu framar og forgangsraða eftir því.

Fyrir mér er ekker mikið varið í kynlífið ef að það er ekki rómantík að einhverju leiti með. Og aldrei myndi ég taka súkkulaði fram yfir kynlíf!!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Myndiru taka eitthvað fram yfir kynlíf?
Nafnlaus sagði…
Hvað er að frétta ? búin að sparka þrælnum eða fáum við ekkert að heyra meira um það ævintýri

Vinsælar færslur