Fyrirspurn

Ég fékk fyrirspurn vegna síðustu færslu. Er eitthvað sem ég tæki framyfir kynlíf?
Já, eflaust. En það er spurningin, erum við þá að tala um kynlíf í eitt skipti, eða til æviloka?

Sé það kynlíf í eitt skipti er alveg hellingur sem ég myndi taka framyfir það.
-Svefn, ef að klukkan er orðin mjög margt og ég þarf að vakna snemma daginn eftir, þá vil ég frekar fara beint að sofa.
-Peningar, ef ég skildi hagnast fjárhagslega á því að sleppa þessu eina skipti myndi ég gera það.
-Heilsa, það hefur alveg komið fyrir að ég hef ekki stundað kynlíf af heilsufarsástæðum.
-Fjölskyldan. Hún gengur fyrir ansi mörgu. Svo má velta því fyrir sér hvort maður ætti fjölskyldu ef að ekkert væri kynlífið?
-Ýmsir veraldlegir hlutir. Fengi ég bíl, flatskjá eða eitthvað álíka sem maður hefur ekki efni á dags daglega fyrir það að sleppa kynlífi eitt kvöld, ekki spurning að ég myndi gera það!

Sé það kynlíf til æviloka er það ekki margt sem ég tæki framfyrir, en þó...
-Lífsgæði. Ég vil frekar vera kynsvelt í alsnægtum (það er að hafa húsnæði, mat á borðum, rafmagn og bíl) heldur en að búa á götunni. Held að kynlíf í þeim aðstæðum sé ekkert fýsilegt.
-Heilsa. Frekar myndi ég vilja vera heilsuhraust án kynlífs en sjúklingur með því.
-Fjölskyldan mín. Ég tæki fjölskylduna mína framyfir kynlíf, ef að það kæmi til með einhverjum undarlegum hætti að mitt kynlíf myndi beinlínis skaða þau.

Ummæli

Vinsælar færslur