Klám, gott eða slæmt?

Ég var að lesa inni á spjallvef um konu sem fann klám inni á heimilistölvunni. Hún varð sár yfir þessu og nefndi þetta við manninn sinn. Maðurinn vildi ekki ræða þetta neitt sérstaklega og eyddi kláminu. Það sem hún var að velta fyrir sér er hvort að það sé eðlilegt, hvort hún hafi brugðist of harkalega við og hvort hún megi gera athugasemdir við klámeign mannsins hennar. Umræðan sem spratt upp í kringum þetta varð mjög skrautleg, eins og alltaf þegar kynlíf á í hlut, og mjög skiptar skoðanir.

Er eðlilegt að það maðurinn hafi verið að skoða klám? Er eðlilegt að skoða klám yfir höfuð? Ég veit það ekki. En ég veit að mjög margir gera það til að fá betri örvun og auðvelda sér við sjálfsfróun og mér finnst þá ekkert að því. Hefði konan brugðist öðruvísi ef að hún hefði komist að því að maðurinn hafi verið að fróa sér yfir undirfatamódelum í bæklingi? En ef að hann væri að fróa sér yfir fantasíu um hann og vinkonu hennar? Persónulega finndist mér það miklu verra, en auðvitað er ekki nokkur leið að komast að því. Klám þarf ekki að vera holdgervingur þess sem maðurinn hennar vill eða dreymir um. Heldur virkar það oftar en ekki eins og sleipiefni fyrir hugann.

Brást hún of harkalega við? Og eiga athugasemdir rétt á sér? Ég var ekki á staðnum og veit ekki hvernig hún brást við. En mér finndist það eðlilegt að þau ræddu málið. Þegar fólk fer út í samband og hjónaband er það ákvörðun um að deila lífi sínu með annarri manneskju. Ef að klám er hluti af lífinu, þá ætti fólk óneitanlega að deila því líka. Að minnsta kosti ræða um það. Það gæti sefað hana ef að hún vissi af þessu og fengi mögulega að taka þátt. Fá að skoða það sem hann fílar og vita að það býr ekkert að baki nema aukin örvun fyrir hann. Hver veit nema það gæti aðeins haft jákvæð áhrif á kynlífið þeirra.

Ummæli

Vinsælar færslur