Um þrælinn

Einhver var að forvitnast um það hvernig gengi með þrælinn.

Stutta svarið er hægt, en vel.

Hægt í þeim skilningi að ég er í Háskólanum og hef verið mjög upptekin hans vegna. Þannig að ég hef haft lítinn tíma til að sinna honum. Hann er einnig frekar önnumkafinn maður, svo það kemur ekki mikið niður á honum hvað ég er upptekin.
Við hittumst samt um daginn. Hann var búinn að segja mér af því að hann væri að dunda sér við að búa til ólar úr keðjum. Þannig að þegar við hittumst sýndi hann mér dótið. Þetta voru litlar gylltar keðjur læstar saman með lás. Það var ein utanum hálsinn á honum, utanum sitthvort úlnlið og svo utanum sitthvorn öklann. Síðan var ein utanum punginn á honum. Ykkur að segja þá hafði ég ekkert rosalega mikla trú á keðjunum. Ég hafði áður leikið með keðjur úr sama efni, sem voru þó stærri og subbinn sem ég var með í það skiptið sleit þær eins og ekkert væri. En blessunarlega þá sönnuðu keðjurnar sig.
Ég batt hann nakinn ofaní rúm. Setti á hann gag og blindfoldaði hann. Síðan sagði ég honum að reyna að losa sig. Það gat hann ekki og þar með var ég sátt. Síðan notaði ég flogger á hann til að sjá viðbrögðin. Greyið engdist um, en þó notaði ég floggerinn bara laust á hann. Ég var ekki að meiða hann, en hann var svo stressaður að viðbrögðin voru mjög ýkt. Þegar ég var búin að hita hann upp þá raðaði ég klemmum á punginn á honum, tippið og geirvörtur. Síðan átti hann að segja mér hvað hann væri með margar klemmur og hvernig hver og ein væri á litinn. Það gekk svona misvel og ef að hann giskaði rangt var klemman tekin harkalega af honum.
Eftir það þá losaði ég gagið og við spjölluðum í smá stund. Hann tjáði mér að hann hafi aldrei upplifað annað eins. Líkaminn var svo hátt stemdur að hann gat enganveginn gert sér grein fyrir klemmunum og líkaði bara mjög vel. Þar sem þetta er maður með töluvera reynslu þá kom mér þetta mikið á óvart! Þetta er það sem ég geri og geri best! Ég hélt að allir subbar sem hafa eitthvað subbað hafi upplifað svona. Ég þekki þessa tilfinningu af eigin hendi og hún er geggjuð! Þar sem þetta var fyrsta skiptið sem við lékum eitthvað þá ákvað ég að láta þetta duga og losaði hann.

Ummæli

Vinsælar færslur